fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Um helmingur landsmanna ánægður með fjölgun ferðamanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 08:00

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölgun ferðamanna fellur um helmingi landsmanna vel í geð en rúmlega fjórðungur er óánægður með þessa þróun. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að 29,5% landsmanna eru frekar ánægð með fjölgun erlendra ferðamanna og 19,5% eru mjög ánægð. Hvað varðar þá óánægðu þá eru 15,5% frekar óánægðir og 9,4% mjög óánægðir.

Þau viðhorf sem spurt var um dreifast nokkuð jafnt á þjóðfélagshópa en karlar eru þó mun ánægðari með fjölgun ferðamanna en konurnar. Í 55% tilvika lýstu þeir yfir ánægju með fjölgun ferðamanna en konurnar í 42% tilvika. Konur eru líklegri til að vera óánægðar með fjölgun erlendra ferðamanna en 30% þeirra eru óánægðar með þróunina en hjá körlum er hlutfallið 20%.

Íbúar landsbyggðarinnar eru líklegri til að vera óánægðir en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.

Ef litið er til viðhorfa út frá hvaða stjórnmálaflokk fólk styður þá eru kjósendur Viðreisnar ánægðastir með fjölgun erlendra ferðamanna eða 70%. 63% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru ánægðir og rúmlega 50% kjósenda Samfylkingarinnar en 16% eru óánægð með hana og þriðjungur er hvorki ánægður né óánægður.

Nánar er hægt að lesa um könnunina í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn