fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Meirihluti kjósenda VG hyggst kjósa annan flokk í haust

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega helmingur þeirra sem kaus Vinstri græn í síðustu alþingiskosningum hyggst kjósa flokkinn í kosningunum í haust. Framsóknarflokkurinn endurheimtir töluvert af fylginu sem fór til Miðflokksins og fylgi VG, Miðflokksins og Samfylkingarinnar er á mikilli hreyfingu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að 49% kjósenda VG ætli að kjósa flokkinn aftur í haust. Rúmlega 16% þeirra ætla að kjósa Samfylkinguna, 12,4% Sósíalista og rúmlega 11% Pírata.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast vera trúir sínum flokki en rúmlega 80% þeirra sem kusu hann síðast ætla að kjósa hann aftur. 76% kjósenda Framsóknarflokksins ætla að kjósa flokkinn aftur en kjósendur Miðflokksins eru margir hverjir á leið heim í Framsóknarflokkinn því aðeins 58% þeirra ætla að kjósa Miðflokkinn aftur en 21% ætla að kjósa Framsóknarflokkinn.

Hjá kjósendum Samfylkingarinnar ætla 59% kjósenda að kjósa flokkinn aftur nú en 13% ætla að styðja Pírata og 10% Viðreisn.

Hvað varðar fylgi flokkanna þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,6% fylgi. Fylgi Vinstri grænna mælist tæplega 12%. Fylgi Viðreisnar 10,1%. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 10,6% og fylgi Pírata mælist 13,3%. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 12,6% og Miðflokksins 5,6%. Fylgi Sósíalista mælist 6,1% en það myndi duga til að tryggja flokknum þingsæti.

Úrtakið í könnuninni var 2.600 manns, 18 ára og eldri, sem fengu könnun Prósents senda. Svarhlutfallið var 52% og voru svörin vegin eftir kyni, aldri og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““