Morgunblaðið hefur eftir Gylfa að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi valdið því að eignaverð hafi hækkað að undanförnu. Þetta birtist að hans sögn í íbúðarverði og hlutabréfaverði og þetta geri að verkum að efnafólk hagnist meira en aðrir. Hann sagði að um hálfgerða tímasprengju sé að ræða því stjórnvöld á Vesturlöndum hafi ekki leiðrétt eignaskiptinguna og komi óvissa um þróun kórónuveirufaraldursins þar við sögu og væntanlega pólitískar ástæður. „Það er mikil óvissa um framtíðina og stjórnvöld eiga fullt í fangi með önnur mál,“ sagði hann.
Hann sagðist telja að stjórnvöld geti spornað við þessum áhrifum á íbúðaverð með því að stuðla að byggingu ódýrs húsnæðis.