fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Ragnar Þór á ekki von á miklum átökum í haust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 09:00

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og LÍV. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á ekki von á miklum átökum þegar endurskoðunarákvæði lífskjarasamningsins virkjast í haust. Hann gagnrýnir stjórnvöld og segir þau ekki hafa verið nægilega vel búin undir þá miklu spennu sem myndaðist á fasteignamarkaði í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. „Maður veit ekki hvernig stemningin verður með haustinu eða hver staðan á faraldrinum verður. Á þessari stundu er ekki mikil stemning, hvorki í samfélaginu né innan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir átökum eða aðgerðum sem auka á óvissu í þjóðfélaginu samhliða fjölgun smita. Það er mitt mat, en þetta getur breyst hratt og það mun fara eftir stemningunni hjá okkar félagsmönnum og í samfélaginu hver afstaða okkar verður til þessarar endurskoðunar í haust,“ er haft eftir Ragnari um stöðuna hvað varðar endurskoðun lífskjarasamninganna.

Hann sagði að fulltrúar ASÍ og stóru verkalýðsfélaganna muni fara yfir stöðuna og meta hana út frá hversu mikil áhrif vanefndir ríkisstjórnarinnar munu hafa á kjarasamninga. Einnig verði hagræn áhrif faraldursins metin og hvort þau séu farin að ganga til baka en þar vísaði hann til áhrifa hans á verðbólgu.

Hann sagði að á næsta ári muni verða gerð krafa um launahækkanir sem jafna út verðbólguna. Vaxtalækkanir Seðlabankans höfðu að hans sögn jákvæð áhrif á kaupmátt félagsmanna VR en hann sagði einnig að stjórnvöld hafi sýnt af sér andvaraleysi því þau hafi ekki verið nægilega vel búin undir þá spennu sem myndaðist á fasteignamarkaði í kjölfar vaxtalækkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu