fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Spáir að ríkisstjórnin muni springa vegna Þórólfs

Eyjan
Föstudaginn 23. júlí 2021 09:00

Jakob Bjarnar Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir bíða með öndina í hálsinum eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar í sóttvarnaraðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason, sóttavarnarlæknir, sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblað í gær sem talið er innihalda tillögur um hertar aðgerðir.

Mikil fjölgun smita hefur verið undanfarna daga en 213 smit hafa greinst síðustu vikuna. Það var til þess að ákveðið var að grípa til hertra aðgerða á lanadamærunum til þess að sporna við því að smit bærust inn í landið. Þórólfur lagði þó áherslu á að það eitt og sér myndi ekki stöðva faraldurinn og að hans mati væri skynsamlegt að grípa strax inn í frekar en að bíða þar til faraldurinn væri kominn á fullt.

Ljóst er þó að minni eining er innan ríkisstjórnarnir en áður um aðgerðir. Það blasti við þegar að ákvörðunin um hertar aðgerðir við landamærin var tekin. Þannig sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, við það tilefni að hún teldi aðgerðirnar óþarfar en legðist þó ekki gegn þeim. Þá sagði hún skyldu þeirra sem sitja í ríkisstjórn að tryggja áfram festu og skýrleika varðandi ákvarðanir.

Það má því telja líklegt að einhver átök verða innan ríkisstjórnarinnar um næstu skref.

Einn þeirra sem telja að upp úr sjóði er blaðamaðurinn og samfélagsrýnirinn Jakob Bjarnar Grétarsson. Hann varpaði fram athyglisverðu kenningu um að Íslendingar geti búið sig undir stjórnarslit.

„Ég spái því að stjórnin muni springa útaf minnisblaði Þórólfs. Það skiptir stjórnarflokkana nákvæmlega engu máli, komnir með allt sitt í hús en gæti hins vegar reynst gott veganesti fyrir þá í kosningabaráttuna. Þeir geta þá sperrt sig við misvonsviknir kjósendur sína og slegið öll vopn úr höndum hinnar ósamstæðu stjórnarandstöðu,“ segir Jakob Bjarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni