fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Helga Vala gagnrýnir flugferðina – Leigðu einkaþotu fyrir 800 þúsund vegna Covid-fundarins á Egilsstöðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. júlí 2021 17:24

Ráðherrar stíga um borð í þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðherrar sem flugu frá Reykjavík til Egilsstaða vegna ríkistjórnarfundarins þar sem ákvörðun verður tekin um nýjar sóttvarnatakmarkanir leigðu einkaþotu sem flaug þeim frá Reykjavíkurflugvelli í dag og austur á Egilsstaði. Flugið kostaði 800 þúsund krónur.

Helga Vala Helgardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þessa ráðstöfun. Henni þykir sérkennilegt að ráðherrar hafi ekki fengið fundarboðið nógu snemma til að þeir kæmu sér á staðinn með öðrum hætti. Helga Vala birti eftirfarandi Facebook-pistil um málið:

„Það er ekki eitt, það er of margt alveg ruglað við atburðarrás síðustu daga.

Það var vitað í fyrradag að það kæmu nýjar tillögur vegna fjölgunar smita. Þjóðin hefur fengið að bíða í tvo daga eftir því hvað gerist næst og hvaða takmarkanir verða settar á frelsi hennar.

Í tvo daga hefur ríkisstjórnin verið meðvituð um þetta en virðist koma af fjöllum varðandi fundarstað. Ekki virðist hafa komið til greina að halda fjarfund, eins og er orðið landlægt í heimsfaraldri annars vegar í þágu smitvarna og hins vegar til að koma fólki sem er á víð og dreif á einn og sama fundinn.

Nei, þau velja að vera á Egilsstöðum, borga 800 þúsund fyrir flugvél undir þrjá ráðherra, sem virðast ekki hafa fengið fundarboðið nægilega snemma til að geta komið sér á staðinn eins og hinir? Hver er að skipuleggja þetta eiginlega? Af hverju er fundað kl 16 á föstudegi? Hvað eiga skipuleggjendur hátíða og fjölskyldur í landinu að gera við upplýsingar undir kvöld á föstudegi? Er þetta gamla trixið að koma með vondar fréttir í lok viku til að þær týnist í helginni? Er ekki viss um að það trix náist núna og mér finnst þessi framkoma ríkisstjórnar eiginlega fyrir neðan allar hellur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni