fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

„Staðan í dag er svo alvarleg að nær ógerningur er að átta sig á stöðunni“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 14:00

Slysið átti sér stað í austurbæ Reykjavíkur í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggingaverkfræðingurinn Sigurður Sigurðsson hefur áhyggjur af göllum í íslenskum fasteignum. Þetta kemur fram í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hann segir algengustu gallamálin varða leka og myglu í íbúðar­hús­næði, en það getur valdið miklu eignatjóni og heilsubresti. Sigurður kallar eftir því að Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un grípi til aðgerða vegna málsins, en hann telur stöðuna ansi alvarlega.

„Und­an­far­in ár hef­ur umræða um byggingagalla í land­inu verið fyr­ir­ferðar­mik­il enda hafa komið upp mörg al­var­leg galla­mál í fast­eign­um. Einna mest áber­andi eru galla­mál vegna leka og myglu íbúðar­hús­næðis enda fylg­ir því ástandi mikið eigna­tjón og oft gríðarleg­ur heilsu­brest­ur þeirra sem hafa lent í því.“

Sigurður minnist á umfjöllun Kveiks um þetta ástand og minnist á orð Indriða Ní­els­sonar og Rík­h­arðs Kristjáns­sonar verkfræðinga, og Guðna Jóhann­es­son orku­mála­stjóra. Verkfræðingarnir sögðu að hönn­un væri oft mjög bág­bor­in sem ætti að kosta sem allra minnst, og að stundum sé byggt án teikninga. Þá hafi Guðni sagt að ekki sé nægilega mikil þekking hjá þeim sem hanni hús á Íslandi. Vandamálið sé þó ekki arkítektar eða verkfræðingar, heldur sérfræðiþekkinguna sem varðar það að bygg­ing­arn­ar verji sig fyr­ir vatni og veðrum.

„Sjón­varpsþátt­ur­inn Kveik­ur fjallaði um þetta ástand í vet­ur og í viðtöl­um við Indriða Ní­els­son og Rík­h­arð Kristjáns­son verk­fræðinga kom fram að vit­laust væri staðið að bygg­inga­fram­kvæmd­um. Hönn­un væri oft mjög bág­bor­in og mætti ekki kosta neitt. Dæmi væri um að byggt væri án teikn­inga. Græðgi markaðar­ins keyrði áfram hraða í fram­kvæmd­um og að öllu sam­an­lögðu þá virðist mega lesa út úr þess­um viðtöl­um að í dag séu marg­ar ný­bygg­ing­ar mikið gallaðar og jafn­vel ólög­leg­ar.

Sjón­varpsþátt­ur­inn Kveik­ur ræddi einnig við Guðna Jó­hann­es­son orku­mála­stjóra um þessi mál en hann var áður for­stöðumaður bygg­inga­tækni­deild­ar Kon­ung­lega tækni­há­skól­ans í Stokk­hólmi. Guðni var á því að þeir sem hanna hús á Íslandi búi jafn­vel ekki yfir nægi­legri þekk­ingu. Arki­tekt hugi að form­feg­urð, verk­fræðing­ar fylg­ist með því að bygg­ing­ar séu traust­ar og stand­ist jarðskjálfta. „En síðan vant­ar þriðja þátt­inn í þetta,“ sagði hann. „Það er að segja, sér­fræðina sem á að tryggja að bygg­ing­arn­ar verji sig fyr­ir vatni og veðrum.

Þessi orð Guðna og þeirra Rík­h­arðs og Indriða virðast vera inni­haldið og niðurstaða flestra sér­fræðinga um stöðuna í galla­mál­um ný­bygg­inga á Íslandi. Græðgin, hraðinn og þekk­ing­ar­leysið virðast tröllríða bygg­ing­ariðnaðinum sem leiðir til þess að mjög hátt hlut­fall ný­bygg­inga er gallað og neyt­and­inn sit­ur eft­ir með skaðann. Staðan í dag er svo al­var­leg að nær ógern­ing­ur er að átta sig á stöðunni. Reikna má með að bygg­inga­markaður­inn velti yfir hundrað millj­örðum á ári og að ár­legt tjón vegna byggingagalla nemi tug­um millj­arða ef tjón allra er reiknað.“

Þá fjallar Sigurður um Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, en hann virðist vera á þeirri skoðun að stofnun ráði ekki við verkefni sín er varða að stofnunin sjái um framkvæmd mann­virkjalaga.

„Í b-lið 1. grein­ar 1. kafla Mann­virkjalaga kem­ur fram að mann­virki skuli hönnuð og byggð þannig að þau henti ís­lensk­um aðstæðum. Brot gegn lög­un­um geta varðað svipt­ingu rétt­inda hönnuða og meist­ara auk þess sem beita má sekt­um og fang­elsi allt að tveim­ur árum, nema þyngri refs­ing liggi við sam­kvæmt öðrum lög­um sbr. 57. og 58. grein­ar lag­anna. Í raun er ekk­ert sem bann­ar að kæra hönnuði og bygg­ing­araðila til lög­reglu ef staðfest­ur grun­ur ligg­ur fyr­ir um brot gegn mann­virkjalög­un­um.

Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) sér um fram­kvæmd lag­anna og er hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar meðal ann­ars að vernda líf og heilsu manna, eign­ir og um­hverfi með því að tryggja fag­leg­an und­ir­bún­ing mann­virkja­gerðar og virkt eft­ir­lit með gæðum, ör­yggi og heil­næmi. Miðað við yf­ir­lýs­ing­ar þeirra Indriða, Rík­h­arðs og Guðna virðist mjög langt í land að stofn­un­in ráði við þetta verk­efni.“

Sigurður bendir á að hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un hefji nú uppbyggingu nýrr­ar mann­virkja­skrár. Hann tekur þó fram að ekkert hafi komið fram um mögulega at­lögu að byggingagöllum eða van­hæfni byggingariðnaðar­ins.

„Ný­lega bár­ust þær frétt­ir að samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneytið ásamt fé­lags­málaráðuneyti hafi ákveðið að hefja upp­bygg­ingu nýrr­ar mann­virkja­skrár, gagna­grunns um ís­lensk mann­virki. HMS kem­ur til með að halda utan um nýju mann­virkja­skrána og þróa nýja gagna­grunn­inn. Mark­miðið er að tryggja sam­fé­lag­inu á hverj­um tíma áreiðan­leg­ar raun­tíma­upp­lýs­ing­ar um mann­virkja­gerð og stöðuna á hús­næðismarkaði. Ekk­ert er minnst á að hefja eigi at­lögu gegn byggingagöllum eða van­hæfni bygg­ing­ariðnaðar­ins held­ur taka sam­an stöðuna á hús­næðismarkaðnum enda verk­efn­inu aðallega ætlað að fylgj­ast með fjölda íbúða í bygg­ingu eft­ir bygg­ing­arstigi og upp­lýs­ing­um um fast­eigna- og bruna­bóta­mat.

Gríðarlegt magn bygg­inga­upp­lýs­inga er til í sam­fé­lag­inu um mann­virki, bygg­ing­ariðnaðinn, bygg­inga­lausn­ir og bygg­ing­argall­ana og nær allt sem snýr að ör­uggri mann­virkja­gerð. Íslend­ing­ar hafa gríðarlega vel menntaða og hæfa menn og kon­ur sem geta hæg­lega byggt ís­lensk mann­virki í sam­ræmi við mann­virkjalög­in þótt þar sé greini­lega eitt­hvað mikið að – eins og sér­fræðing­arn­ir hafa full­yrt. Við blas­ir að HMS, sem er í for­svari fyr­ir mann­virkjalög­in, þarf að fara í ít­ar­lega grein­ingu á ástand­inu og finna lausn sem leys­ir van­hæf­is- og ör­ygg­is­vanda­mál bygg­ing­ariðnaðar­ins til fram­búðar. HMS þarf að leggja til við ráðuneyt­in alls­herj­ar­breyt­ingu á aðhaldi í þess­um mik­il­væga iðnaði sem í dag virðist nær sokk­inn í fen bygg­ing­argalla með til­heyr­andi kostnaði og þján­ing­um borg­ar­anna.“

Sigurður tekur fram að hann vilji sjá stofnunina fara í stærra verkefni sem myndi einnig varða van­hæfi og bygg­inga­galla á mann­virkja­markaðnum.

„Ég sé fyr­ir mér að HMS geti lagt út í miklu stærra og öfl­ugra verk­efni í upp­lýs­inga­tækni með nýj­um starfs­sviðum:

Ann­ars veg­ar væri deild sem sæi um innan­kerf­is­mál rík­is­ins um skrán­ing­ar mann­virkja og sæi einnig um skrán­ingu á öll­um mann­virkja­upp­lýs­ing­um og grein­ingu um hvaða mann­virki eða mann­virkjalausn­ir ætti að leyfa í land­inu. Með sam­keyrslu fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga og nýrra skrán­inga má ná gríðarleg­um ár­angri gegn van­hæfi og byggingagöllum á mann­virkja­markaðnum.

Hins veg­ar væri lög­gild­ing­ar- og vott­un­ar­stofa HMS fyr­ir mann­virkja­gerð og alla sem koma að gerð mann­virkja, bygg­ing­ar­efni, rétt­indi o.fl.

Einnig tel ég að byggingastjórar ættu að vera sjálf­stæðir vott­un­araðilar og óháðir öðrum aðilum á mann­virkja­markaði og verði laga­lega tengd­ir beint við nýja lög­gild­ing­ar- og vott­un­ar­deild HMS.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar