fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Helga Vala stillir Áslaugu upp á móti Svandísi Svavars – „Hversu lengi ætlar VG að þegja?“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 16:40

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikið hlýtur að vera þreytandi að stýra landi með fólki sem hendir allri ábyrgð á þig og talar svo niður gjörðir þínar.“ Þannig hefst stutt en harðorð færsla Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar á Facebook í morgun. „Dómsmálaráðherra mætir í hvert viðtalið á fætur öðru og skrifar m.a.s. moggapistil í dag gegn ákvörðun heilbrigðisráðherra um sóttvarnir, sem á móti þegir þunnu hljóði varðandi brottvísun þungaðrar sýrlenskrar konu og ungs barns í eymdina í grískum flóttamannabúðum,“ skrifar Helga jafnframt.

„Hversu lengi ætlar VG að þegja? Láta þetta yfir sig ganga? Eru engin mörk? Eða er þetta þeirra vilji?“ spyr hún að lokum.

Í grein Áslaugar sem Helga vísar til segir Áslaug stöðuna í heimsfaraldrinum gjörbreytta nú frá því í fyrri bylgjum faraldursins, enda þorri þjóðarinnar bólusettur. „Stærstur hluti fólks á Íslandi og í nágrannalöndum er bólusettur og hættan á að alvarleg fjöldaveikindi verði heilbrigðiskerfinu ofviða er ekki lengur fyrir hendi miðað við þær upplýsingar sem okkur voru kynntar af sóttvarnayfirvöldum víða um heim. Almenningur hefur tekið á sig margvíslegar byrðar síðastliðið ár sem hefur skilað okkur þeim góða árangri sem að var stefnt. Staðan nú kallar því ekki á íþyngjandi aðgerðir, heldur að við treystum fólki til að meta hvernig það hagar sínum eigin sóttvörnum, byggt á þeirri reynslu sem við höfum aflað okkur undanfarin misseri,“ skrifaði Áslaug meðal annars.

Þeim sem grannt fylgjast með pólitíkinni vita að þarna er Helga Vala að snerta viðkvæma taug. Fólk sem þekkir vel til ríkisstjórnarsamstarfsins vita og sjá að kosningar eru í nánd og titringurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna orðinn mikill. Litlar líkur eru þó taldar á að stjórnin springi á lokametrunum, enda mikið undir. Takist Katrínu að klára kjörtímabilið verður hún fyrsti forsætisráðherrann til þess að sitja heilt kjörtímabil, óslitið, í forsætisráðherrastóli frá því Davíð Oddsson kláraði sitt næst síðasta kjörtímabil.

Færsla Helgu má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar