Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið er með kæruna undir höndum og segir að hún sé undirrituð af Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR.
Fram kemur að í kærunni segi að umsvif franska fyrirtækisins bendi til að undanskot þess á virðisaukaskatti nemi „verulegum fjárhæðum“. Kæran er dagsett í lok júní. Þennan sama dag sendi ÁTVR kæru til ríkisskattstjóra og fer fram á að leyfi Santewines ehf. til innflutnings á áfengi verði ekki endurnýjað en það rennur út í desember. Einnig kemur fram í kærunni að viðskipti Santewines SAS og Sante ehf. séu augljós málamyndagjörningur. Vínið sé flutt til landsins af Sante ehf. sem selji það síðan til Santewines SAS sem selji það síðan í netverslun sinni. Vínið sé því ekki flutt á milli landa og sé geymt á sama lagernum allan tímann.
Einnig er farið fram á að starfsemi fyrirtækjanna verði rannsökuð sem og Arnar Sigurðsson og að hann verði látinn sæta refsingu og dæmdur til fangelsisvistar fyrir meint brot.
Morgunblaðið segir einnig að samkvæmt kæruskjölunum ætli ÁTVR einnig að reyna að stöðva áfengissölu Brugghússins Steðja ehf. og Bjórlands ehf. en bæði fyrirtækin hafa boðið áfengi í smásölu og til afhendingar án milligöngu ÁTVR.