fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Tekist á um strandveiðar – Úrelt rómantík eða ábatasamur atvinnuvegur?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 15:00

Frá vinstri: Glúmur, Aðalheiður, Álfheiður og Einar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslendingar eru sjómenn frá fornu fari. Fiskurinn umhverfis landið hefur verið okkar ær og kýr í heila öld. Við búum við hafið. Við svo búið sest niður píratakona og finnur frjálsum strandveiðum allt til foráttu,“ segir Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavík suður fyrir næstu Alþingiskosningar, í Facebook-pistli sem er viðbragð við leiðara Fréttablaðsins í gær.

Þar lýsti fréttastjóri Fréttablaðsins strandveiðum sem úreltum atvinnuvegi sem skilaði litlu og telur hún vænlegra að styrkja innviði fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni en að auka strandveiðar. Aðalheiður skrifaði:

„Sum fyr­ir­bær­i eru þann­ig að þótt öllu hugs­and­i fólk­i að hljót­i að vera ljóst að um full­komn­a vit­leys­u sé að ræða, dett­ur fáum í hug að færa þann sann­leik­a í orð. Eitt þess­ar­a fyr­ir­bær­a eru strand­veið­ar. Þær eru róm­ant­ísk­ar og upp­hefj­a karl­mennsk­un­a í nú­tím­a sem hef­ur gert ó­þarf­an hinn raun­ver­u­leg­a öld­u­stíg­and­i ís­lensk­a sjó­mann.

Eða hvor er meir­i hold­gerv­ing­ur karl­mennsk­unn­ar; skeggj­að­i trill­u­karl­inn eða hip­ster­inn sem stýr­ir hval­a­skoð­un­ar­bátn­um? Hið sann­a er að við­skipt­a­vin­ur hip­ster­ans er marg­falt verð­mæt­ar­i fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Ekki að­eins í krón­um tal­ið, því á með­an við­skipt­a­vin­ur hip­sters­ins yf­ir­gef­ur land­ið upp­num­inn af því sem land­ið okk­ar hef­ur upp á að bjóð­a – sem hverg­i er feg­urr­a en und­an strönd­um lands­ins – fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt og skil­ur ekk­ert í upp­hafn­ing­unn­i á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urð­um.

Strand­veið­ar kom­ust í tísk­u með­al ís­lenskr­a stjórn­mál­a­flokk­a þeg­ar fólk­ið í land­in­u fór að krefj­ast upp­stokk­un­ar á kvót­a­kerf­in­u. Sum­ir flokk­ar virð­ast hald­a í þá von að kjós­end­ur trúi að strand­veið­i­flot­inn geti tek­ið yfir all­ar fisk­veið­ar við land­ið og það sé bein­lín­is á­kjós­an­legt vegn­a þess hve vond­ar stór­út­gerð­irn­ar eru. Aðrir hald­a því enn fram að strand­veið­ar séu líf­æð hinn­a dreifð­u strand­byggð­a, þrátt fyr­ir að veit­a ör­fá­um at­vinn­u yfir blá­sum­ar­ið.

Sann­leik­ur­inn um strand­veið­ar hef­ur hins veg­ar ver­ið flest­um kunn­ur leng­i. Fyr­ir ár­a­tug lýst­u nokkr­ir hag­fræð­ing­ar strand­veið­um sem ól­ymp­ísk­um veið­um sem leidd­u til kapp­hlaups um afla sem hækk­i sókn­ar­kostn­að, lækk­i verð­mæt­i afla og hvetj­i til brott­kasts.“

„Gjörspillt sjávarútvegskerfi“

Glúmur varpar fram þremur spurningum um málefnið í pistli sínum og svarar þeim öllum. Hann segir gjörspillt sjávarútvegskerfi valda því að fiskur sé óheyrilega dýr matvara á Íslandi:

„ 1. Af hverju má það ekki vera réttur sérhvurs Íslendings að róa og fiska hvenær sem honum sýnist? Sjálfsögð mannréttindi mundi ég ætla. 2. Hver er áhættan að gefa strandveiði frjálsa? Ofveiði? Ekki sjens. Þótt við fengjum alla smábáta Evrópu á okkar mið gætu slíkar duggur ekki ofveitt. Ekki fræðilegur möguleiki. Veiðigetan er ekki til staðar. 3. Af hverju kostar kaffi nánast ekkert í Brasilíu? Af því þeir eiga mikið kaffi. En af hverju erum við neyddir til að borga morðfé fyrir þorsk í landi sem á ekkert nema þorsk? Hvernig getur staðið á því að dýrasti rétturinn á matseðli Íslands sé fiskmeti? Það er með ólíkindum. Ástæðan er gjörspillt sjávarútvegskerfi í höndum hinna fáu ofurríku og bann á frjálsum strandveiðum þeirra sem vilja bjarga sér og lifa á landsins gæðum. Think about it.“

Píratar rísa upp til varnar strandveiðum

Oddvitar Pírata í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi, þau Álfheiður Eymarsdóttir og Einar A. Brynjólfsson, svara leiðara Aðalheiðar í Fréttablaðinu, í grein á Vísir.is í dag. Þess má geta að Aðalheiður er fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata. „Það vakti athygli að sjá Aðalheiði Ámundadóttur, fréttastjóra hjá Fréttablaðinu, gera lítið úr strandveiðum í leiðara sem birtist í blaðinu í gær. Okkur virtist hún taka undir málflutning Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, sem sagði að sauðfjárrækt væri áhugamál en ekki atvinna. Aðalheiður sér handfæraveiðar sem rómantískt áhugamál en ekki atvinnu. Því fer fjarri,“ segir þau Álfheiður og Einar.

Þau segja að handfæraveiðar skapi verðmæti og atvinnu:

„Handfæraveiðar eru atvinna og verðmætasköpun – og það er nægt pláss í samfélaginu fyrir alla. Í tilfelli sauðfjárræktar og strandveiða er um að ræða manngerð kerfi sem eru illa hönnuð og meingölluð. Það orsakar erfiðleika við að sjá sér og sínum farborða af því að stunda þessa atvinnu.

Handfæraveiðar smábáta skjóta stoðum undir fjölbreytt atvinnulíf sjávarbyggða á landsbyggðinni. Hver smábátur leiðir af sér þrjú störf í heimabyggð skv. greiningu Landssambands smábátaeigenda sem hefur aldrei verið hrakin. Þetta eru störf við vélaviðgerðir, ýmis þjónusta við smábáta, fiskmarkaðir, fiskflutningar o.fl. Það er nefnilega ekki þannig að öll verðmætasköpun í sjávarútvegi eigi sér stað við endanlega sölu afurða. Störfin í kringum sjávarútveginn eru verðmæti, framfærsla fjölskyldna er verðmæti, tekjuskattur, virðisaukaskattur og útsvar allra þessara starfa eru allt verðmæti. Við getum leitt að því líkum að þegar um 700 handfærabátar eru á sjó, séum við að skapa um 2800 störf. Þegar svo við bætist nýsköpun í héraði, öflugri einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa kost á hráefni um land allt, veitingastaðir með ferskar sjávarafurðir beint úr sjó, þá eru bæði Íslendingar og ferðamenn ánægðir.“

Greinarhöfundarnir tveir segja Aðalheiði stilla upp strandveiðum og ferðaþjónustu sem andstæðum en benda á að þetta tvennt geti vel farið saman. Segja þau stefnu Pírata vera að smábátar stundi allar veiðar við strendur landsins en stærri veiðiskipum sé gert að veiða lengra frá landi:

„Við Píratar höfum aldrei gert þá kröfu að smábátar sjái alfarið um allar veiðar við Íslandsstrendur. Við gerum þó þá kröfu að grunnslóðin sé eyrnamerkt handfæraveiðum enda hafsbotninn þar og landgrunnið afar viðkvæmt. Stærri skipum og togveiðum verði vísað lengra út á haf. Þó Aðalheiður efist um jákvæð umhverfisáhrif af þessu, þá gerum við það ekki.“

Þau segja ennfremur í grein sinni:

„Handfæraveiðar, blómlegir fiskmarkaðir og ferðaþjónusta haldast saman hönd í hönd. Við höfum ferðast um heiminn og það er skemmtilegt að fylgjast með litlu bátunum koma í land við strendur Miðjarðarhafs. Það er stórfenglegt að heimsækja fiskmarkaði hér og þar um heiminn. Og skipstjórnendur hvalaskoðunarskipa vilja mun frekar smábáta í kringum sig frekar en stóru togskipin sem toga í fjarðarmynninu og skrapa botninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni