fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 09:00

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásberg Jónsson, forstjóri og stofnandi Nordic Visitor, segir að vinna þurfi að heildarlausn á skuldavanda ferðaþjónustunnar og verði ríkið, bankar og leigusalar að koma að því. Þetta þurfi að gera svo greinin geti náð fyrri styrk.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hjá mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum renni greiðslufrestur út í haust en Ásberg sagðist telja líklegt að hann verði framlengdur til haustsins 2022. „Það kemur að skuldadögum. Á einhverjum tímapunkti þurfa fyrirtækin að byrja að greiða af lánum og þá þarf að eiga sér stað leiðrétting á markaðinum. Skuldastaðan í greininni er ósjálfbær,“ er haft eftir honum.

Hann sagði einnig að bankarnir hafi ekki hag af því að ganga að veðum sínum því þá fái þeir holskeflu af fyrirtækjum í fangið og af þeim sökum þurfi að vinna að heildarlausn með aðkomu banka, ríkisins, ferðaþjónustunnar og leigusala. „Höggið má ekki alfarið lenda á ferðaþjónustunni,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að ef ekki verður bætt úr skuldastöðu ferðaþjónustunnar muni greinin eiga erfitt með að ná sér á strik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt