Regluleg laun launafólks á Íslandi árið 2020 voru að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði. Helmingur launafólks var með laun á bilinu 480 til 749 þúsund krónur.
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Einnig kemur fram að tíundi hver launamaður með regluleg laun undir 400 þúsund krónum og tíundi hver með yfir eina milljón króna.
Laun voru að jafnaði hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi eða tæplega 1,1 milljón krónur á mánuði. Lægstu launin voru í rekstri gististaða og veitingarekstri eða um 597 þúsund krónur á mánuði.
Þá kemur fram að á milli ára hafi laun þeirra launalægstu hækkað meira en laun þeirra launahæstu, en gera má ráð fyrir að þar hafi heimsfarladur kórónaveirunnar spilað inn í.
Hér má svo sjá línurit frá Hagstofunni sem sýnir dreifingu reglulegra mánaðarlauna, ásamt skýringu: