fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Eyjan

Halldór segir stöðuna eftirsóknarverða og fólk vanti til starfa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 08:00

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að staðan í efnahagslífinu sé að vissu leyti eftirsóknarverð og að henni megi ekki tapa. Af þessum sökum hljóti efnahagsmál að verða áhersluatriði í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í haust.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Halldóri. Fram kemur að fulltrúar SA hafi að undanförnu heimsótt atvinnurekendur víða um land til að kynna sér stöðuna. „Fyrirtækin hafa flest fengið byr í seglin og þau verða, að því er virðist, fljót úr algjörri kyrrstöðu í eðlilegt ástand,“ er haft eftir Halldóri sem sagði að víða sé unnið að umhverfisbótum og innviðagerð á vegum sveitarfélaganna. Margt sé í gangi í ferðaþjónustunni og sömu sögu sé að segja af sjávarútveginum og sprotunum þar. Nú vanti víða fólk til starfa. „Að undanförnu höfum við heyrt frá stjórnendum fyrirtækja, svo sem í sjávarútvegi, verslun og þjónustu og ferðaþjónustu, sem segja að þrátt fyrir talsvert atvinnuleysi gangi illa að fá fólk til vinnu. Slíkt gengur ekki. Íslenski hugsunarhátturinn er sá að við eigum að taka þeirri vinnu sem býðst hverju sinni. Ef þau viðhorf eru breytt þarfnast það umræðu, ekki bara í atvinnulífinu, verkalýðshreyfingu og stjórnmálunum, heldur við eldhúsborðið á öllum heimilum landsins,“ sagði hann.

Hann sagði að aðgerðir stjórnvalda, til að halda efnahagslífinu gangandi í heimsfaraldrinum, hafi virkað vel í meginatriðum og nú sé staðan að mörgu leyti eftirsóknarverð og henni megi ekki tapa.

Hann sagði ánægjulegt að sjá virka þátttöku almennings í hlutafjárútboðum eins og til dæmis hjá Íslandsbanka, Síldarvinnslur, Icelandair og Play. „Um 40.000 manns tóku þar þátt og settu sparnað sinn í hlutafé, sem staðfestir að þegar fyrirtækjunum í landinu vegnar vel á það einnig við um heimilin. Allt helst í hendur. Skilning á þessu þarf að styrkja,“ sagði hann.

Hvað varðar launastigið í landinu sagði Halldór ljóst að það sé ósjálfbært. Ríkið sé komið fram úr einkageiranum og fyrirtækin beri ekki hærri launakostnað. Kjarasamningar falli úr gildi eftir 18 mánuði og þurfi nýir samningar að byggjast á góðu jafnvægi ólíkra þátta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Leyfilegt að mismuna börnum – mótmæli á Austurvelli í kvöld

Orðið á götunni: Leyfilegt að mismuna börnum – mótmæli á Austurvelli í kvöld
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heidelberg beinir sjónum sínum að Húsavík eftir höfnunina í Þorlákshöfn

Heidelberg beinir sjónum sínum að Húsavík eftir höfnunina í Þorlákshöfn