fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Hörður segir bjart framundan í efnahagsmálum – „Við höfum staðið af okkur efnahagshremmingarnar betur en á horfðist“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júlí 2021 17:00

Hörður Ægisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum staðið af okkur efnahagshremmingarnar betur en á horfðist vegna þess að það var búið í haginn á góðu árunum. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar í vændum er tími efnahagsuppgangs og margir stjórnmálaflokkar munu þá skeyta lítt um ráðdeild í rekstri ríkissjóðs. Þessi sterka staða þjóðarbúsins veitti stjórnvöldum – ríkinu og Seðlabankanum – svigrúm til að beita bæði ríkisfjármálunum og peningastefnunni af fullum þunga til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu,“ segir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Hörður segir bjart yfir efnahagslífinu þrátt fyrir Covid-kreppuna og til stuðnings þeirri skoðun sinni hefur hann skýrslu OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi:

„Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, (OECD), um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því hversu gæfulega tókst til við að verja afkomu heimila og fyrirtækja í gegnum faraldurinn. Þrátt fyrir mikinn samdrátt á liðnu ári – hagkerfið skrapp saman um 6,6 prósent – þá er Ísland í sterkari stöðu, einkum nú þegar við urðum fyrst þjóða til að afnema allar sóttvarnaráðstafanir innanlands, til að hefja kraftmeiri efnahagslega viðspyrnu en mörg önnur Evrópuríki. Vísbendingar um viðsnúning í einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingu og útflutningi, ekki hvað síst í ferðaþjónustu, þýðir að allt útlit er fyrir meiri hagvöxt á næstunni en flestir hefðu þorað að vona. Með skjótum efnahagsbata mun okkur takast að skapa ný störf fyrir þann mikla fjölda sem er enn atvinnulaus og sömuleiðis standa undir auknum vaxtakostnaði sem mun hljótast af liðlega þúsund milljarða króna skuldsetningu ríkissjóðs vegna faraldursins.“

Hörður tekur undir með skýrsluhöfundum OECD um að nú þurfi að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs og stuðla að sjálfbærum hagvexti. Í þessa veru hefur Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri einnig talað og sagt að ríkið þurfi að draga sig í hlé og minnka hallareksturinn. „Sjálfbær hagvöxtur verður nefnilega ekki til með skuldsetningu og auknum opinberum útgjöldum. Mikilvægast er að skapa samkeppnishæfar rekstar­aðstæður, meðal annars með því að hlúa enn betur að stuðningsaðgerðum til handa sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum eins og lagt er til í skýrslu OECD, þannig að einkageirinn fari að fjárfesta og skapa ný störf,“ segir Hörður.

Lágt vaxtastig er að mati Harðar lykilatriði til að stuðla að fjárfestingu og uppbyggingu í atvinnulífinu en lokaorð leiðarans eru eftirfarandi:

„Ein stærsta áskorunin sem við höfum staðið frammi fyrir um nokkurt skeið er að beina hinum mikla innlenda sparnaði, sem hefur að mestu farið í gegnum lífeyrissjóðina, með fjölbreyttari hætti í uppbyggingu og arðbæra fjárfestingu í atvinnulífinu. Nú sjáum við vísi að því vera að gerast, sem má ekki síst rekja til þess að vextir Seðlabankans voru lækkaðir niður fyrir 1 prósent, sem á eftir að reynast stór þáttur í að auka fjárfestingarstigið eftir faraldurinn og þannig um leið verðmætasköpunina. Það er tilefni til bjartsýni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni