fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Kolbrún segir gagnrýni á Dag borgarstjóra vera ómaklega – „Eiginlega má segja að þeir spúi út úr sér hatri og heift“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 14:30

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati Kolbrúnar Bergþórsdóttur, blaðamanns á Fréttablaðinu, hefur Dagur B. Eggertsson verið mjög farsæll borgarstjóri og gagnrýni andstæðinga hans á hann einatt mjög vanstillt. Þetta kemur fram í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Kolbrún segir að gagnrýnin einkennist af ómálefnalegum æsingi og tiltekur hún sérstaklega keyptar auglýsingar Bolla Kristinssonar kaupmanns til höfuðs borgarstjóranum:

„Talandi um að skapa æsing þá verður ekki komist hjá því að nefna innlegg Bolla Kristinssonar kaupmanns í baráttunni gegn borgarstjóra. Í langan tíma hefur Bolli kostað auglýsingar þar sem Dagur B. Eggertsson er sakaður um að vera að eyðileggja Laugaveg og Skólavörðustíg með götulokunum og hrekja þaðan veitingamenn og verslunareigendur. Hann er einnig sakaður um að hafa grætt lítil börn í hruninu, jafn langsótt og það nú hljómar.

Nú er Bolla Kristinssyni vitanlega frjálst að nota fjármuni sína að eigin vild. En vissulega þætti manni betra að hann notaði þá til uppbyggingar á einhverjum sviðum, fremur en að þylja upp bull í tíma og ótíma og ala á óvild í garð borgarstjórans. Ekki verður horft fram hjá því að í áróðri sínum á Bolli stuðningsmenn sem hafa hátt. Eiginlega má segja að þeir spúi út úr sér hatri og heift í hvert sinn sem þeir heyra nafn borgarstjórans.“

Kolbrún segir að Dagur sé ekki hafinn yfir gagnrýni en sú gagnrýni sé einatt í formi skítkasts:

„Vissulega er hinn vel meinandi borgarstjóri ekki hafinn yfir gagnrýni, en þegar hún er stöðugt í formi skítkasts þá er ekki mögulegt að taka mark á henni. Það er til dæmis dapurlegt að horfa stöðugt upp á einstaklinga innan minnihlutans í borgarstjórn missa stjórn á sér í þráhyggjukenndum hugmyndum um að Dagur B. Eggertsson sé eyðileggingarmaskína og koma þurfi borgarbúum í öruggt skjól fyrir honum og hans vondu verkum. Enginn hefur stundað þessa pólitík af jafn miklu offorsi og Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Aðrir tölta á eftir henni, þar á meðal Sjálfstæðismenn.“

Kolbrún segir að Sjálfstæðismenn þrái heitt að komast aftur til valda í borginni en málefnabarátta flokksins sé svo léleg að nær útilokað sé að draumurinn rætist. Telur hún að vonarstjarna flokksins sé Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi sem stundi alvöru pólitík og sé rökföst, ólíkt öðrum borgarfulltrúum flokksins.

Kolbrún gefur lítið fyrir þann málflutning andstæðinga borgarstjórans að hann hafi eyðilagt miðborgina með götulokunum:

„Hver sá sem gengur Laugaveg og Skólavörðustíg nú í júlímánuði kemst ekki hjá því að sjá að blómlegt mannlíf þrífst þar. Veitingastaðir iða af lífi, vegfarendur eru iðnir við að kíkja í verslanir og fólk tyllir sér niður á bekki og rabbar saman. Á þessum stöðum er ekkert pláss fyrir bílaumferð, enda á hún alls ekki heima í miðborgum. Þeir sem sakna hennar eru illa haldnir af fortíðarþrá og eru að afneita nútímanum. Ef þeir endilega vilja geta þeir haldið áfram að berja höfðinu við steininn. Þeir hinir sömu ættu hins vegar snarlega að hætta ofsafengnum árásum sínum á Dag B. Eggertsson, enda eru þær þeim til lítils sóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni