fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Elliði er brjálaður vegna ummæla um Eyjamenn – „Ofbeldi gagnvart mér og mínum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 13:00

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er mál að linni!,“ segir Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja og núverandi bæjarstjóri Ölfus á Facebook í dag. Vísar hann þar til ummæla er féllu í hlaðvarpsþættinum Eldur og Brennisteinn um helgina, en þáttastjórnendur, Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason sögðu um Vestmannaeyjar:

„Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu.“

Elliði segir „viðbjóðslegt“ að hlusta á umræðu um Eyjamenn þessa daganna. En hart hefur verið deilt á þá ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar að fá Ingó Veðurguð til að sjá um Brekkusönginn á Þjóðhátíð en Ingó hefur verið sakaður um að vera meintur kynferðisbrotamaður, samkvæmt undirskriftalista 130 kvenna sem skoruðu á þjóðhátíðarnefnd að endurskoða ráðninguna. Í gær var svo greint frá því að hætta hafi verið við að fá Ingó til að vera með brekkusönginn.

Sjá einnig: Svava hjólar í „mannvitsbrekkur“ í næsta herbergi – Sögðu Eyjamenn nauðga líkt og það væri íþrótt – „Þeir þurfa að svara fyrir þessi orð“

„Það er hreinn og klár viðbjóður að hlusta á umræðu á opinberum vettvangi um Vestmannaeyjar og Eyjamenn þessa daga. Ég upplifi fullyrðingar útvarpsmanna svo sem þessa: „Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauða konum frá meginlandinu“ sem ofbeldi gagnvart mér og mínum,“ skrifar Elliði.

Hann segist upplifa umræðuna sem sakfellingu án dóms og laga og sem árás á heimahaga hans og ástvini.

„Ég upplifi þetta sem sakfellingu án dóms og laga. Mér finnst hér ráðist gegn því sem mér er kært, heimahögum mínum, vinum og fjölskyldu. Það sem verra er þá finnst mér þetta skaða umræðu um kynferðislegt ofbeldi.“

Elliði rifjar það upp að fyrir ekki löngu hafi skemmtiþátturinn Zúúber á Bylgjunni hætt göngu sinni í kjölfar fitusmánunar þáttastjórnenda. Eins að lektor hjá Háskólanum í Reykjavík, Kristinni Sigurjónssyni,  hafi verið sagt upp störfum vegna ummæla hans í lokuðum hóp á Facebook og að tæknimanni hjá Borgarleikhúsinu hari verið sagt upp störfum fyrir að baktala samstarfsfólk í einkaspjalli við móður sína.  Veltir Elliði því fyrir sér af hverju þáttastjórnendur Elds og brennisteins þurfi ekki að mæta álíka örlögum.

„Fyrir skömmu var þátturinn Zúúber lagður af á Bylgjunni vegna fitusmánunar. Lektor hjá HR var sagt upp vegna ummæla um konur í lokuðum Facebook hópi. Starfsmaður Borgarleikhússins missti vinnuna fyrir að tala illa um samstarfsfólk sitt við móður sína í samskiptaforriti. Dæmi sem þessi eru mörg. Á sama tíma skellir samfélagið skollaeyrum við því að íbúar eins samfélags hér á landi séu stimplaðir sem kynferðisafbrotamenn.

Nú er mál að linni.“

Elliði krefst þess því að stjórnendur fjölmiðla taki á þessari umræðu þar sem íbúar heils samfélags mega sæta árásum og tengdir alvarlegu ofbeldi.

„Ég krefst þess að stjórnendur fjölmiðla taki á þessu meini og beiti sér af fullri hörku gegn þessum plagsið. Ég skora á fólk að sitja ekki þegjandi undir umræðum þar sem heilu hóparnir, hvað þá íbúar heils samfélags, eru tengdir við alvarlegt ofbeldi eins og nauðgun. Ég hvet þá sem ræða þessi mál á opinberum vettvangi til að sýna drengskap og forðast umræðu sem valdið getur saklausu fólki óþarfa sársauka eða vanvirðu.“

Snæbjörn og Heiðar báðust í gær afsökunar á ummælunum og tóku fram að þau hafi verið látin falla í tengslum við umræðu um tæplega áratugagamla bloggfærslu þar sem fyrrum Eyjamaður lýsti „ákveðnum aðförum innfæddra í Vestmannaeyjum, sem gengu út á að nauðga öldauðum konum og lét sem þetta hefði verið eitthvað sem þar var stundað. Orð okkar voru einungis túlkun á skrifum þessa manns frá árinu 2012.“

Sjá einnig: Heiðar og Snæbjörn biðjast afsökunar en gagnrýna um leið fréttaflutning DV – „Minntist ekki einu orði á samhengið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni