fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Páll tætir í sig Sjálfstæðisflokkinn á leið sinni út af þingi – Sjálfskaparvíti að velja Kristján sem sjávarútvegsráðherra

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 3. júlí 2021 11:30

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er á leiðinni út af þingi. Af því tilefni ritar hann grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fer yfir stöðu flokks síns í dag og segir hana grafalvarlega.

„Mér finnst ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um stöðu Sjálfstæðisflokksins eins og hún kemur mér fyrir sjónir á þessum tímamótum. Það gæti gagnast flokknum í aðdraganda kosninga. Ég hef fylgst grannt með flokknum utan frá um margra áratuga skeið – m.a. vegna starfa minna á fjölmiðlum – og hef nú átt þess kost að vera þar „innanbúðar“ í tæp fimm ár.“

Páll segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé mikilvægasti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, bæði vegna þess að hann er langstærstur sem og vegna þess að hann hefur oftast og lengst setið í ríkisstjórn.

Hins vegar hafi flokkurinn farið illa úr hruninu 2008, þar sem margir kenndu Sjálfstæðismönnum um hvernig fór í fjármálaheiminum hér á landi. Það sé svo sem ekki furðulegt en hins vegar sé ámælisvert að flokkurinn hafi ekki náð sér á strik síðan þá.

Eins sé það önnur vísbending um grafalvarlega stöðu flokksins að allir fimm ráðherrar hans mælist meðal þeirra sem mest óánægja er með.

Páll bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst fylgi bæði til Viðreisnar og til Miðflokksins. Nú sé flokkurinn kominn í pólitíska sjálfheldu.

„Með talsverðri einföldun má segja að með þessum klofningi hafi brotnað af báðum endum Sjálfstæðisflokksins; „frjálslyndismegin“ með Viðreisn og „íhaldsmegin“ með Miðflokknum. Þarna á milli vandræðast flokkurinn núna og veit varla í hvorn fótinn hann á að stíga. Hræddur um að ef stigið er í íhaldsáttátt þá tapist enn meira fylgi frjálslyndismegin – og öfugt.“

Meginskýringuna á stöðu flokksins telur Páll vera trúverðugleikavandi. Nefnir hann í dæmaskyni Icesave, þriðja orkupakkann, ríkisútgjöld og svo grunsemdir um hagsmunaárekstur kjörinna fulltrúa.

Þar nefnir Páll sérstaklega þá ákvörðun að færa Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðuneytið þrátt fyrir langa sögu hans með Samherja.

„Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn. Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir.

Hér verðum við líka að hafa í huga að fyrir stjórnmálaflokk er ekki nóg að hafa efnislega góðan og réttan málstað í einhverju tilteknu máli – það verður líka að virka þannig gagnvart almenningi. Enskumælandi kalla þetta að „perception is reality“ sem þýða mætti: upplifun er raunveruleiki. Og þetta á auðvitað alveg sérstaklega við um stjórnmálaflokka!“

Páll telur að forystumenn flokksins verði að hvetja til og taka þátt í opnu og gagnrýnu samtali innan flokksins sem og út á við. Það sé eina vonin til að endurheimta fyrri frægð. Í dag sé það alltof lítill og alltof einsleitur hópur sem ráði ferðinni.

„Faðmur flokksins hefur verið að þrengjast og einsleitni að aukast. Allt of lítill og allt of einsleitur hópur ræður í raun ferðinni í Sjálfstæðisflokknum frá degi til dags. Þannig hefur flokkurinn ekki lengur eins breiða skírskotun og fyrrum – og margir sem áður studdu flokkinn finna ekki lengur samhljóm með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni