fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Berjast gegn ærslabelg á Völlunum í Hafnarfirði: „Við bendum á að mosi er friðaður samkvæmt íslenskum lögum“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 3. júlí 2021 10:00

Ærslabelgur við Gerðarsafn - Ærslabelgir njóta mikilla vinsælla víða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar við Fléttuvelli 37-51 eru afar óánægðir með þær fyrirætlanir bæjarins að setja upp ærslabelg við nærliggjandi leikskóla við Hamravelli. Í bréfi sem íbúar sendu bæjaryfirvöldum er þess krafist að verkefnið sé stöðvað þegar í stað og að tjón verði bætt. Þá mótmæla íbúar harðlega því samskipta- og skeitingarleysi sem þeim hafi verið sýnd og að slík vinnubrögð sé eitthvað sem ekki eigi að líðast að hálfu stjórnenda bæjarins.

„Ekki hefur farið fram grenndarkynning á þessu verkefnum og erum við þeirra skoðunar að hluti eða heild áætlaðs svæðis sé óskipulagt og friðað og þyrfti þá væntanlega umsögn Náttúrufræðistofnunar einnig til, en við bendum á að mosi er friðaður samkvæmt íslenskum lögum, við förum fram á að ný staðsetning verið valin og vinna hafin á tafar við að laga það tjón sem þegar hefur verið valdið í óþökk íbúa nærliggjandi húsa,“ segir í bréfinu.

Bréf íbúanna var tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um miðjan júní síðastliðinn. Því var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa bæjarins sem benti á að framkvæmdin samræmdist skipulagsáætlunum bæjarins og því var grenndarkynning óþarfi. Engu að síður var ákveðið að hnika staðsetningu ærslabelgsins aðeins til innan lóðarirnar en framkvæmdirnar halda áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni