fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Hæstaréttarlögmaður segir ASÍ brjóta Mannréttindasáttmála Evrópu – „„Woke“ fólkið er sem sé papp­ír­stígr­is­dýr“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 11:30

Einar S. Hálfdánarson og Drífa Snædal, forseti ASÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður segir Alþýðusamband Íslands brjóta Mannréttindasáttmála Evrópu með auglýsingum sem greiddar eru af þeim félögum sem greiða til ASÍ. Hann ræðir þetta í pistli sem hann skrifar í Morgunblaðið. 

Einar hefur unnið svipað mál og hann ræðir í pistlinum fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu er Vörður Ólafsson húsasmíðameistari hafði verið skyldaður til greiðslu félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins en Vörður sætti sig eng­an veg­inn við að „fé­lags­gjöld­in væru notuð til póli­tísks áróðurs um ágæti Evr­ópu­sam­bands­ins“ eins og Einar orðar það í greininni. Vörður hafði sig­ur í málinu.

„Þannig er mál með vexti að skoðana­frelsi og fé­laga­frelsi eru ná­tengd hug­tök. Niðurstaða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu var að, að sam­an­lögðu mati (e. in conj­uncti­on with) á ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um skoðana­frelsi og fé­laga­frelsi, stæðist gjald­tak­an ekki. Ekki þarf lengi að skoða viðkom­andi ákvæði til að skilja niður­stöðuna,“ segir Einar.

Hann telur langlíklegast að löngu úrelt lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 standist ekki mannréttindaviðmið nútímans um skoðanafrelsi.

„Þau fela í sér skylduaðild að stétt­ar­fé­lög­um í raun. Enda eru þeir hér á landi sem ekki kjósa aðild illa sett­ir eða úti­lokaðir hvað starfs­mögu­leika varðar. Hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu er slíkt at­hæfi marg­dæmt. Alþýðusam­band Íslands hef­ur að und­an­förnu slegið um sig með held­ur bet­ur greind­ar­leg­um aug­lýs­ing­um. Svo sem „það er nóg til“. Eva Peron hefði, af allri sinni af­burðaþekk­ingu, sem best getað tekið und­ir með Drífu Snæ­dal. Nema hvað; á því landi Evr­ópu sem ber, að öllu sam­an­lögðu, hæstu skatt­byrðina er auðvitað nóg til,“ segir Einar og bendir á að auglýsingar ASÍ séu kostaðar af þeirra félögum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

Hann vill að þeir meðlimir ASÍ sem ósáttir eru með þetta láti þetta ekki viðgangast. Þeim sömu meðlimum er velkomið að vera í sambandi við Einar og segir hann ekkert að óttast þar sem „woke fólkið er sem sé pappírstígrisdýr“.

„Nú, eða kannski tek­ur Alþingi af skarið og trygg­ir lýðræði og lýðræðis­lega meðferð valds í ís­lensk­um verka­lýðsfé­lög­um líkt og Mann­rétt­inda­sátt­máli Evr­ópu kveður á um,“ segir Einar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar