fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Bæjarstjóri Kópavogs á hlutabréf fyrir meira en 50 milljónir – Uppfærði hagsmunaskrá sína eftir fyrirspurn fjölmiðils

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. júní 2021 14:39

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, á hlutabréf í skráðum félögum hérlendis  fyrir rúmar 50 milljónir króna, meðal annars í Kviku og Arion banka. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans í dag.

Í umfjöllun Kjarnans kemur fram að þegar Ármann fékk senda fyrirspurn miðilsins hafi hann ekki verið búinn að birta yfirlit yfir fjárhagslega hagsmuni sína á þar til gerðu vefsvæði bæjarins. Rúmri viku síðar þegar Ármann brást við með svari hafi verið búið að uppfæra hagsmunaskráninguna.

Þá kemur fram að Ármanni var ekki skylt að geta þessara fjárhagslegu hagsmuna en samþykktir bæjarstjórnar Kópavogs þess efnis ganga mun skemur en reglur um hagsmunaskráningu bæði þingmanna og borgarfulltrúa í Reykjavík. Bæði þingmenn og borgarfulltrúar þurfa að gefa upp hlutabréfaeign ef markaðsvirði hluta þeirra er yfir einni milljón króna.

Nánar er fjallað um málið á vef Kjarnans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar