Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, á hlutabréf í skráðum félögum hérlendis fyrir rúmar 50 milljónir króna, meðal annars í Kviku og Arion banka. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans í dag.
Í umfjöllun Kjarnans kemur fram að þegar Ármann fékk senda fyrirspurn miðilsins hafi hann ekki verið búinn að birta yfirlit yfir fjárhagslega hagsmuni sína á þar til gerðu vefsvæði bæjarins. Rúmri viku síðar þegar Ármann brást við með svari hafi verið búið að uppfæra hagsmunaskráninguna.
Þá kemur fram að Ármanni var ekki skylt að geta þessara fjárhagslegu hagsmuna en samþykktir bæjarstjórnar Kópavogs þess efnis ganga mun skemur en reglur um hagsmunaskráningu bæði þingmanna og borgarfulltrúa í Reykjavík. Bæði þingmenn og borgarfulltrúar þurfa að gefa upp hlutabréfaeign ef markaðsvirði hluta þeirra er yfir einni milljón króna.
Nánar er fjallað um málið á vef Kjarnans.