Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að í skriflegu svari Þórmundar Jónatanssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, komi fram að árið 2019 hafi komi til álita að veita sveitarfélögum sérstaka heimild til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja. Athugasemdir hafi komið fram við þetta í samráðsgátt stjórnvalda og því var ákvæðið ekki í frumvarpinu. Hann sagði jafnframt að ekki sé verið að skoða breytingar í þessa átt hjá ráðuneytinu um þessar mundir.
Morgunblaðið segir að í ályktun Landverndar komi fram að rót svifryksvandans sé nagladekk og að tímatakmarkanir á notkun þeirra hafi ekki skilað sér í minni notkun.