fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Andri hjólar í Áslaugu Örnu: „Það er tímabært að sýna að smámenni með völd ná ekki inn fyrir dyr dómsmálaráðuneytisins“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Óttarsson, lögmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Útlendingastofnun og sömuleiðis dómsmálaráðuneytið í pistli sem hann skrifaði á Deigluna um helgina.

Útlendingastofnun vísaði hóp af flóttamönnum á götuna eftir að þeir neituðu að gangast undir Covid-19 próf en það var skilyrði til að hægt væri að senda flóttamennina aftur til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun hafi ekki haft heimild til að vísa hópnum á götuna.

Hópurinn var einnig sviptur fæðispeningum og þurfti því að treysta á Íslendinga sem voru til í að hýsa þá og veita þeim fæði.

„Við meðferð kærunefndarinnar kom í ljós að Útlendingastofnun hafði hótað skriflega að svipta hópinn öllum stuðningi ef hann sýndi ekki samstarfsvilja og færi að fyrirmælum lögreglu svo að flutningur gæti farið fram. Þegar hópurinn hlýddi ekki gerði Útlendingastofnun alvöru úr hótuninni. Með öðrum orðum ákvað íslenskt stjórnvald, fullkomlega meðvitað, að setja hóp ósjálfbjarga fólks út á guð og gaddinn, bókstaflega svelta það og láta sofa úti – á Íslandi,“ segir Andri.

Stjórnvöldum er ekki heimilt að beita svelti sem refsingu enda brýtur það stjórnarskránna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Það kom því fáum á óvart þegar kærunefndin sagði stofnunina ekki hafa haft heimild til þessa.

„Það vekur hins vegar upp áleitnar spurningar um það hvernig Útlendingastofnun, íslensku stjórnvaldi, detti yfir höfuð í hug að taka svona ómannúðlegar og íþyngjandi ákvarðanir án algjörlega óyggjandi lagastoðar,“ segir Arnar og vill meina að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem Útlendingastofnun týnir samkenndinni.

„Nýjasta dæmið var í byrjun mánaðar þegar Landlæknir úrskurðaði að lög og reglur hefðu verið brotnar fyrir tveimur árum þegar móðir, gengin 36 vikur á leið, var send með flugi úr landi, þvert á eindregin mótmæli ljósmæðra og mæðraverndar Landsspítala,“ segir Arnar en Útlendingastofnun tók mark á orðum trúnaðarlæknis stofnunarinnar sem ekki hafði hitt konuna og hafði enga sérfræðimenntun á sviði kvenlækninga.

Ljósmæður og mæðravernd mótmæltu þessu, sem og heilbrigðisstarfsmenn sem önnuðust konuna. Hún var samt sem áður neydd í flug sem stofnaði lífi hennar og ófædds barns hennar í hættu.

„Það er ljóst að fólk hefur margvíslegar skoðanir á málefnum flóttamanna – sumum finnst of langt gengið á meðan aðrir vilja ganga lengra. Það ættu hins vegar flestir að geta verið sammála um að við viljum ekki búa í þjóðfélagi þar sem fólk er svelt til hlýðni. Eða þar sem það er viðurkennt stjórnvaldsúrræði að senda ósjálfbjarga fólk á götuna,“ segir Arnar.

Hann segir það vera einungis smámenni sem misbeita völdum sínum með þessum hætti líkt og Útlendingastofnun. Arnar vill meina að þetta veki upp spurningar um ábyrgð þeirra sem stjórna stofnuninni.

„Stofnunin lýtur yfirstjórn dómsmálaráðherra og ber hann því endanlega ábyrgð á þessum ómannúðlegu ákvörðunum stofnunarinnar og fleiri í sama dúr. Ætlar hann að standa aðgerðalaus hjá á meðan fólk sem stjórnar stofnun á hans vegum tekur ólögmætar ákvarðanir sem ganga gegn þeim grundvallarréttindum og hugsjónum sem gilda hér á landi?“ segir Arnar og bætir við að ef Áslaug Arna dómsmálaráðherra bregðist ekki við sé hún að samþykkja og gera að sínu þessi vinnubrögð og viðhorf Útlendingastofnunar.

„Það er tímabært að sýna að smámenni með völd ná ekki inn fyrir dyr dómsmálaráðuneytisins,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Snýr aftur heim
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði