fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Þetta er fólkið sem Guðmundur Franklín hyggst láta ryðja leiðina fyrir sig inn á þing – Einn frambjóðandanna selur sæbjúgur til Kína

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. júní 2021 13:00

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er að myndast undir stjórn Guðmundar Franklíns Jónssoðnar, hagfræðingi og fyrrum forsetaframbjóðanda. Tvö nöfn voru að bætast inn á lista flokksins í dag en uppstillingarnefnd flokksins skipaði þau Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi, og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi, sem oddvita  í sínum kjördæmum.

„Pólitíska skoðun mín snýst um lýðræði og jafnrétti með þátttöku allra án hamla né kvaða. Ísland á bjarta framtíð fyrir sér sem ég vil taka þátt í að skapa,“ segir Guðlaugur í fréttatilkynningu frá flokknum. Í tilkynningunni kemur fram að Guðlaugur hafi stofnað fyrirtæki árið 2004 sem hann rekur enn í dag. „Þetta fyrirtæki er í útflutningi á sæbjúgum til Kína síðan 2009. Áhugamál hans eru ferðalög um Ísland, knattspyrna og samvera með fjölskyldu sinni sem er mjög stór og efnileg,“ segir í tilkynningunni.

Guðlaugur Hermannsson – Mynd/Aðsend

Sigurlaug, sem oftast er kölluð Silla, býr á Blönduósi áamt sonum sínum og eiginmanni, Reyni Sigurði Gunnlaugssyni. Silla og Reynir eiga og reka saman lítið kaffihús sem kallast Húnabúð. Þar eru einnig seld blóm og gjafavörur. „Þar eru allir velkomnir,“ segir í tilkynningu flokksins.

Sigurlaug Gísladóttir – Mynd/Aðsend

Nú er farin að koma mynd á það hvernig listar Frjálslynda lýðræðisflokksins munu lýta út í komandi Alþingiskosningum. Guðmundur Franklín mun skipa oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður, Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur, mun verða oddviti flokksins í Reykjavík suður. Þá mun Magnús Guðbergsson, öryrki, taka oddvitasætið í Suðurkjördæmi og Björgvin Egil Vídalín Arngrímsson, eftirlaunaþegi, er oddviti í Norðausturkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni