fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Viðræður langt komnar um flutning malbikunarstöðvar í eigu Reykjavíkurborgar til Hafnarfjarðar

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 25. júní 2021 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður um flutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og borgarfyrirtækisins Aflvaka, upp í iðnaðarsvæði við Álfhellu í Hafnarfirði hafa staðið yfir um skeið og eru langt komnar. Þetta staðfestir Helgi Geirharðsson, stjórnarformaður fyrirtækisins.

Malbikunarstöðin Höfði hefur um árabil verið með starfsemi í Ártúnshöfða í nágrenni við Elliðavog, nánar til tekið Sævarhöfða 6-8, en legið hefur fyrir um árabil að fyrirtækið þarf að víkja af svæðinu vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar. Leitin að nýju athafnasvæði fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega og nú er farið að liggja verulega á að fyrirtækið flytji á nýja staðsetningu.

Félagið fékk vilyrði frá Reykjavíkurborg fyrir lóð við Esjumela sem mætti talsverðri andstöðu, meðal annars frá Mosfellsbæ. Í samtali við Fréttablaðið í fyrra sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellinga, að bæjaryfirvöld vildu ekki fá mengandi iðnað í bakgarð sinn. Til þess að koma í veg fyrir það kærði  Mosfellsbær meðal annars deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar, á lóðinni til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Að endingu var tekið tillit til þessara mótmæla.

Að sögn Helgi Geirharðssonar voru einnig aðrar  ástæður fyrir því að svæðið við Esjumela gekk ekki upp sem framtíðarstaðsetning fyrirtækisins.

„Það land var engan veginn tilbúið til að taka við stöðinni en yfir fyrirtækinu vofir krafa um tafarlausa losun svæðisins við Sævarhöfða. Þá voru einnig íbúamótmæli í Mosfellsbæ og því var ekki um annað að ræða en að finna aðrar valkosti,“ segir Helgi. Að hans sögn hafi allar mögulegar staðsetningar verið skoðaðar.  „Það hafa allir valkostir verið skoðaðir með það að leiðarljósi að finna bestu mögulegu lausn. “ segir Helgi. Það telur hann að hafi tekist vel og þar ræður miklu að á svæðinu í Hafnarfirði er þegar starfsleyfi fyrir malbikunarstöð.

Varðandi flutninginn til Hafnarfjarðar segir hann það ekki hafa verið erfitt skref að líta út fyrir höfuðborgina varðandi staðsetningu fyrirtækisins. „Í rauninni ekki. Félagið þarf fyrst og fremst að standa sem hlutafélag eitt og sér. Það hefur þessa skyldu að halda áfram starfsemi og varðaveita eignir félagsins sama hvað sem framtíðin ber í skauti sér.“

Hávær umræða hefur verið um það undanfarin ár að það skjóti skökku við að Reykjavíkurborg reki fyrirtæki á samkeppnismarkaði enda er fyrirtækið rekið í samkeppni við þrjú einkafyrirtæki.

Í lok síðasta árs, þegar enn var reiknað með að Esjumelar yrðu áfangastaður fyririrtækins, sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna að það væri tímaskekkja að borgin sé að reka malbikunarstöð á frjálsum samkeppnismarkaði. „Það er nóg af aðilum inni á þessum markaði og með sömu rökum ætti borgin að fara inn á steypumarkaðinn, bílasölumarkaðinn og svo er lengi hægt að telja áfram,“ sagði Eyþór.

Þá birtu Samtök Iðnaðarins og Viðskiptaráð áskorun á vef sínum í apríl þar sem skorað var á borgaryfirvöld að losa sig út úr samkeppnisrekstri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar