fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

„Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrir íslenskt auðvald að eiga sína fjölmiðla og sína ritstjóra“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 13:05

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er allt annað en sátt með Davíð Oddsson, og ritstjórnarpistilinn í Morgunblaðinu í dag, en í honum eru nýjum kjarasamningum Ál­versins í Straums­vík við stéttarfélög starfs­manna fagnað. Það finnst Sólveigu skrýtið, þar sem Morgunblaðið hafi gagnrýnt samskonar samninga harðlega fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir eru í samræmi við hina svokölluðu Lífskjarasamninga.

Í ritstjórnarpistlinum sem um ræðir er fjallað um að samningurinn myndi búa til öryggi og stöðugleika fyrir starfsfólk, þar sem hann sé svo langur, eða fimm og hálft ár. Því er haldið fram að „samningaþref“ og ör verkföll valdi óvissu fyrir fyrirtæki. Þá eru aðilar vinnumarkaðarins hvattir til að stefna að fleiri löngum samningum.

Sólveig minnist þá á þegar hvatt var til svika á Lífskjarasamningunum. Hún segir að vinnandi fólk hafi viljað halda samningunum svo það gæti fengið stöðugleika í líf sitt, en ekki forsvarsmenn eigenda atvinnutækjanna.

„Ég biðst agalegs forláts en ég bara get ekki annað en rifjað upp þá nýliðnu tíma er forsvarsmenn eigenda atvinnutækjanna fóru um alla fjölmiðla æpandi að EKKERT ANNAÐ kæmi til greina en að svíkja gerða Lífskjarasamninga en gildistími þeirra er einmitt nokkuð langur, og enduðu svo margra mánaða löng vein sín á því að reyna að SEGJA UPP SAMNINGUM. Vitiði hver vildu ekki segja upp hinum löngu samningum? Vinnandi fólk. Og vitiði hvers vegna? Af því að það, vinnandi fólkið, vildi bara fá að hafa örlítinn stöðugleika í lífinu sínu. Og vegna þess að það vissi að ekkert yrði meira kreppu lengjandi og dýpkandi en það að segja upp gildandi kjarasamningum og hafa af fólki umsamdar launahækkanir.“

Sólveig segir að ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, hafi verið fremstur í flokki að berjast gegn samningunum, en núna vilji hann skyndilega hafa þá langa. Það kallar hún óheiðarleika.

Þá snýr hún sér að fjölmiðlum og segir auðvaldið ávalt eiga sína fjölmiðla og ritstjóra, sem séu tilbúnir að röfla þurfi á því að halda.

„Ein helsta klappstýra hins tryllingslega háværa minnihluta íslenskra samnings-uppsegjara síðasta árs var… bíðiði…. jú, enginn annar er ritstjóri Morgunblaðsins. Ha? segiði þið kannski núna, er hann núna að segja að best sé að hafa langa samninga en vildi sjálfur fyrir stuttu brjóta gerða samninga og fokka öllu upp? Og hvað ég get þá sagt annað en Já, kæra fólk, svona bara er þetta; óheiðarleiki sumra ríður ekki við einteyming og þessvegna skiptir svo miklu máli fyrir íslenskt auðvald að eiga sína fjölmiðla og sína ritstjóra; sameinuð í óheiðarleikanum svífast þau einskis og eru bókstaflega ávallt tilbúin til að RÖFLA það sjúka röfl sem þörf er á hverju sinni.

Annars óska ég vinnandi fólki í álverinu til hamingju með samningana og vona af öllu hjarta að auðvaldið hyggist standa við þá. Því að við sannarlega vitum aldrei hvað verður þegar það og þeirra málpípur eiga í hlut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG