fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Sigmundur brjálaður út í Dag B.

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 25. júní 2021 18:01

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, er ekki sáttur með tilkynninguna sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, birti á Twitter-síðu sinni í gær. 

„Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%,“ skrifaði Dagur og birti síðan yfirlit yfir þær bensínstöðvar sem fengu að fjúka.

Ein þessara stöðva er N1 í Skógarseli en þar á að koma íbúðabyggð og mögulega verður matvöruverslun á jarðhæð. Sigmundur er ekki sáttur með þetta.

„Meðal bensínstöðvanna er Essó í Skógarseli sem hefur lengi verið mikilvægur viðkomustaður í hverfinu og aldrei gert neinum mein. Ég vann þar í mörg ár á sumrin og með skóla (fyrst sem starfsmaður á plani og loks sem starfsmaður í verslun),“ skrifar Sigmundur.

Hann segir þetta vera liður í því að hrekja fjölskyldubílinn af götum borgarinnar.

„Ég reyni að keyra á rafmagni eins mikið og ég get og rafmagnsbílum mun bara fjölga en það að rífa allar helstu bensínstöðvar og sjoppur borgarinnar til að geta troðið stórhýsum fyrir næstu hús er fáránlegt,“ segir Sigmundur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar