fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Alvotech metið á 300 milljarða: Álíka verðmætt og Íslandsbanki og Kvika til samans

Eyjan
Föstudaginn 25. júní 2021 13:21

Róbert Wessmann stjórnarformaður og forstjóri Alvotech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur breytanlegra skuldabréfa Alvotech hafa ákveðið að nýta rétt sinn ti þess að breyta skuldabréfunum í hlutafél í félaginu. Um er að ræða upphæð að jafnvirði um 106 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna, á gengi sem verðmetur Alvotech á um 300 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Markaðarins.

Það þýðir að Alvotech er í hópi allra verðmætustu fyrirtækja landsins og er til að mynda verðmætari en Arion banki (244 milljarðar) og álíka verðmætt og Íslandsbanki (196 milljarðar) og Kvika (106 milljarðar) til samans. Hér má sjá lista yfir valin fyrirtæki Kauphallarinnar miðað við gengi dagsins.

Fyrirtæki Verðmæti
Marel   655.356.728.600
Arion banki   244.020.000.000
Íslandsbanki   196.000.000.000
Brim   106.209.692.606
Kvika   105.899.028.612
Síminn     81.507.400.000
Hagar     74.025.160.414
Festi     65.347.000.000
Eimskip     56.764.800.000
Icelandair     45.500.257.045
Eik     36.977.725.098

 

„Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir Alvotech og staðfesting á því öfluga starfi sem starfsfólk Alvotech hefur unnið að undanförnu,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður Alvotech, í frétt Markaðarins. Í henni kemur fram að alls hafi verið gefin út breytanleg skuldabréf fyrir 300 milljónir dala, (36 milljarða króna) á gengi þess tíma. Eigendur skuldabréfanna hafi haft rétt til að breyta þeim í hlutafé og í dag hafi fjórðungur þeirra nýtt þann rétt.

Nánar er fjallað um málið á vef Markaðarins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?