Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í kjördæminu og bóndi, varð í öðru sæti.
Atkvæðagreiðslan endaði á þennan veg:
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, með1.347 atkvæði í fyrsta sæti.
- Haraldur Benediktsson, með1.061 atkvæði í fyrsta til öðru sæti.
- Teitur Björn Einarsson, með 1.190 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
- Sigríður Elín Sigurðardóttir, með 879 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.