fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Hótanir og öskur á Alþingi- „Ef fólki tekst ekki að ná sínu fram með rök­um þá beit­ir það of­beldi“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 17:00

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsir ofbeldi sem viðgengst á Alþingi í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir hann að ef alþingismönnum takist ekki að ná sínu fram með rökum leiti það í ofbeldi. Hann tekur skýrt fram að ofbeldið sé ekki líkamlegt, en segir að stundum sé það á tæpasta vaði að ná svo langt. Hann segir fólk öskra, hóta og skella hurðum.

„Það er ástæða fyr­ir því að þingið starfar eins og það ger­ir. Slæm ástæða. Ef fólki tekst ekki að ná sínu fram með rök­um þá beit­ir það of­beldi. Hér er alls ekki átt við lík­am­legt of­beldi, en það hef­ur al­veg jaðrað við það. Ég hef séð fólk öskra hvað á annað, skella hurðum, beita hót­un­um og þess hátt­ar. Hér er átt við stofnana­legt of­beldi.“

Björn telur að ástæðan fyrir þessu sé menningin á Alþingi, sem ýti undir ofbeldishegðun. Hann segir að fólk þurfi að hafa sérstaklega fyrir því að ná árangri án ofbeldis. Honum sýnist flestir flokkar vera búna að sætta sig við stöðuna, og talar um Stokk­hólms­heil­kenni gagn­vart gömlu skotgrafapólitíkinni.

 „Á þessu kjör­tíma­bili hef ég starfað í nokkr­um nefnd­um. Mun­ur­inn á starf­inu í þeim nefnd­um er gríðarlega mik­ill, efn­is­lega og form­lega, og ræðst það aðallega af því hvernig fund­um er stýrt og hverj­ir eru nefnd­ar­menn. Ég heyri svipaða sögu úr öðrum nefnd­um, það skipt­ir máli hver stýr­ir fund­um og hverj­ir nefnd­ar­menn eru. Það skipt­ir máli hvernig starfið fer fram og hvaða ár­angri við náum sam­an. Þetta ætti ekki að koma nein­um á óvart auðvitað. Rétt fólk á rétt­um stað skil­ar rétt­um ár­angri.

Það skipt­ir því miklu máli að gott fólk velj­ist til starfa á þingi, fólk sem vel­ur ekki að beita of­beldi til þess að ná ár­angri. Vand­inn er að menn­ing­in á Alþingi ýtir und­ir þess­ar aðferðir. Leik­ur­inn er sett­ur upp þannig að of­beldisaðferðir verða sjálf­krafa fyr­ir val­inu og það þarf að hafa fyr­ir því að ná ár­angri á ann­an hátt. Þetta eru vinnu­brögð sem mér sýn­ist flest­ir flokk­ar vera bún­ir að sætta sig við. Þau kunna á þetta vinnu­lag og finnst þægi­legt að falla bara í sama far og venju­lega. Þar er vand­inn, í hefðum gömlu flokk­anna sem eru með Stokk­hólms­heil­kenni gagn­vart gömlu skot­grafa­póli­tík­inni.“

Að lokum segir hann alla þingmenn reyna sitt besta, en það sem skemmi fyrir séu hefðir sem hafi mótast á Alþingi. Hann segir það jafnframt ástæðuna fyrir því hve lítið breytist á Alþingi þegar nýtt fólk komi inn, það hreinlega detti í skotgrafirnar og þá byrji ofbeldið.

„All­ir þing­menn í öll­um flokk­um telja sig vera að gera sitt besta. Hvað fólk ger­ir til þess að ná sem best­um ár­angri er auðvitað mis­mun­andi. Al­veg eins og það er mis­mun­andi milli þing­manna hvað þeir telja vera ár­ang­ur. Það sem skemm­ir fyr­ir, að mínu mati, er hvernig hefðir hafa mót­ast á Alþingi, því nýtt fólk sem kem­ur inn í starfið fell­ur mjög auðveld­lega í sama gamla farið. Þess vegna sést svo lít­ill mun­ur á starfi þings­ins þó það komi fullt af nýju fólki, því þegar þau detta í skot­graf­irn­ar byrj­ar of­beldið, óaf­vit­andi jafn­vel.

Það verður að breyta til því ann­ars held­ur þetta bara svona áfram. Það virðist ætla að verða þó nokk­ur nýliðun á næsta kjör­tíma­bili þannig að tæki­færið er til staðar – það sem þarf er stór flokk­ur Pírata til þess að draga þingið í framtíðina og breyta vinnu­brögðunum. Við þurf­um gott fólk á góðum stað til þess að skila góðum ár­angri fyr­ir alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni