fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Auglýsing um kannabisneyslu vekur úlfúð: „Í hvaða andveruleika erum við komin?“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 15:10

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann sautjánda júní síðastliðinn, þjóðhátíðardag Íslands, birtist auglýsing í Morgunblaðinu sem tók heila opnu. Auglýsingin hafði það að markmiði að vara við kannabisneyslu, en í henni stendur:

„Kannabisneysla … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða.“

„Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er líka hættulegt fíkniefni.“

Íslenska lögregluforlagið og Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna bera ábyrgð á auglýsingunni, en mikill fjöldi fyrirtækja, embætta, stofnanna og sveitarfélaga koma að birtingu hennar. Þar má nefna: Vínbúðina, KFC, Melabúðina, Mjólkursamsöluna, Bakarameistarann, Happdrætti Háskóla Íslands, Mjölni, N1, Samherja, og fleiri.

Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu

Umrædd auglýsing hefur vakið mikla úlfúð á samfélagsmiðlum, en fólk hefur bæði andmælt henni á Facebook og Twitter. Sú umræða sem hefur myndast vegna auglýsingarinnar virðist varpa ljósi á hversu skiptar skoðanir Íslendinga eru á kannabisneyslu.

„Í hvaða andveruleika erum við komin þegar ríkisrekna apparatið “Vínbúðin” eru fyrstir á lista í heilsíðuauglýsingu um skaðsemi eiturlyfja?

Sama Vínbúð og selur fársjúkum fíklum eiturlyfjaskammtinn sinn sex daga vikunnar frá kl 10 til 20. Allt árið um kring. Í öðru hvoru krummaskuði.“ spyr Jón Bjarni Steinsson, veitingamaður á Facebook-síðu sinni.

Í Facebook-hóp fyrir Vesturbæinga bjó auglýsingin til miklar umræður, en þar velti fólk því fyrir sér hvort það gæti haldið áfram að stunda viðskipti við Melabúðina, eftir að verslunin setti nafn sitt á auglýsinguna. Þar voru alls ekki allir á sömu skoðun, en færslan sem kom umræðunum af stað var eftirfarandi:

„Melabúð?? Ahhh núna get ég ekki fyrir mitt litla líf verslað við melabúðina aftur.

Ég get ekki stutt við verslun sem er með jafn mikla fasistaskoðun, líklegast dregna upp úr eigin fáfræði.“

Líkt og áður segir myndaðist umræða um málið á Twitter. Þar var það blaðamaðurinn Jóhann Óli Eiðsson sem vakti athygli á opnunni. Í kjölfarið fjallaði fyrrverandi borgarfulltrúinn Halldór Auðar Svansson um auglýsinguna og kastað því fram að mögulega væri Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna að græða á henni.

„Á hverjum 17. júní þá safnar Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna áheitum frá fyrirtækjum og stofnunum til að birta auglýsingu í Mogganum um hvað dóp sé vont. Það sem safnast er pottþétt langt umfram kostnað og restin rennur þá væntanlega til félagsins.“

Uppfært:

Jón Gnarr hefur nú einnig tjáð sig um málið á Twitter, en hann gerir stólpagrín að auglýsingunni. Hann virðist efast um forvarnargildi auglýsingar sem birtist á síðum Morgunblaðsins.

„Þetta er hárrétta leiðin. held að margur unglingurinn hafi rekið upp stór augu þegar hann var að fletta í gegnum moggann sinn og sá þessi skýru skilaboð frá uppáhalds fyrirtækjunum sínum og fyrirmyndum. grunar að smá grasi hafi verið hent í klóið. er hass grúví? nei, held ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar