Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji haga veiðum í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar þrátt fyrir áætlað tekjutap.
Morgunblaðið segir að ef Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ákveði að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar megi reikna með að tap í útflutningsverðmætum geti orðið um 17 milljarðar miðað við markaðsverð síðasta árs. Einnig er lagt til að dregið verði úr veiðum á karfa og gæti það þýtt tekjutap upp á þrjá milljarða. Á móti er lagt til að meira verið veitt af síld, grálúðu og ýsu og vegur það á móti. Heildartekjutap þjóðarbúsins gæti því orðið um 12 milljarðar króna.