fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

AstraZeneca skortur á Íslandi – Heilbrigðisráðuneytið kannaði „óformlega“ að fá danska aukaskammta

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 13:01

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Vefur Stjórnarráðs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir skort á AstraZeneca bóluefninu hér á landi var það aðeins kannað „óformlega“ að nálgast danska umframskammta sem renna út á næstu vikum.

DV sagði frá því í síðustu viku að Danir ættu yfir hálfa milljón skammta af AstraZeneca bóluefninu við Covid-19 á lager, en þeir hafa hætt notkun efnisins, að hluta til vegna lítils áhuga meðal Dana á að þiggja bólusetningu. Sá vandi er ekki til staðar hér á landi og er svo gott sem slegist um að komast í bólusetningu, eins og sjá má af röðinni fyrir utan Laugardalshöllina undanfarna daga.

Þá hefur verið greint frá því að óvíst er hvort hægt verði að klára að fullbólusetja alla þá sem fengu fyrri skammt af AstraZeneca og er það í skoðun hjá yfirvöldum að nota annað bóluefni í seinni skammt. Eins og staðan er í dag er fólk ekki boðað í seinni skammt með öðru bóluefni en það fékk áður, en þó er hægt að óska sérstaklega eftir því.

Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við DV að ekki yrðu fleiri boðaðir í fyrsta skammt með AstraZeneca. Hvað afhendingu og lagerstöðu bóluefnisins AstraZeneca varðar vísar hann á heilbrigðisráðuneytið.

Svo fór að Danir gáfu um 60 þúsund skammta til Slésvík-Holtsetalands í Þýskalandi og aðra 358 þúsund skammta til Kenía. Eftir standa um 140 þúsund skammtar sem nálguðust síðasta notkunardag í síðustu viku.

Sjá nánar: Danir gefa Kenía 358.000 skammta af bóluefni AstraZeneca – Er að koma að síðasta notkunardegi

DV spurði heilbrigðisráðuneytið, sem annast bóluefnakaup fyrir hönd íslenska ríkisins, hvort leitað hefði verið til Dana um að fá til landsins AstraZeneca. Spurning DV hljóðaði svo:

Ætlar heilbrigðisráðherra að sækjast eftir því að fá hluta af þessum skömmtum af AstraZeneca sem annars liggja undir skemmdum í Danmörku?

Ef já, hvaða ráðstafanir hafa þegar verið gerðar í þá veru og hvenær má reikna með að skammtarnir komi til landsins?

Ef nei, af hverju ekki?

Svar ráðuneytisins er svohljóðandi:

Ráðuneytið kannaði óformlega möguleika þess að fá AstraZeneca frá Danmörku, sbr. fyrirspurn þín hér að neðan til ráðuneytisins, en það reyndist ekki mögulegt.

Heilbrigðisráðuneytið hefur áður legið undir gagnrýni fyrir viðbragðsleysi sitt í bóluefnamálum. Danir og Norðmenn hættu fyrr á árinu að nota AstraZeneca og sátu báðar þjóðirnar uppi með mikinn lager af efninu. Norðmenn lánuðu Íslandi aðeins örfáa skammta og nálgast gjalddagi þess láns nú óðfluga, án þess að Ísland sé borgunarland fyrir þeim, að því er heimildir DV herma.

Samkvæmt afhendingaráætlun bóluefna á vef Stjórnarráðsins, eiga Íslendingar von á rétt rúmum 3 þúsund skömmtum í næstu viku og tæpum 4 þúsund í þarnæstu viku. Eftir það liggur ekkert fyrir um frekari afhendingu á AstraZeneca skömmtum. Það dugar aðeins til þess að bólusetja um 3.500 manns.

Þá herma heimildir DV að það sæti furðu innan stjórnkerfisins hve lítil aðkoma utanríkisráðuneytið hefur verið að öflun bóluefna, en utanríkisráðuneytið rekur sendiráð bæði í Kaupmannahöfn og í Osló, svo dæmi séu tekin. Samkvæmt heimildum DV og fyrri fréttum hefur heilbrigðisráðuneytið ekki sóst eftir aðkomu þeirra eða þekkingu við öflun bóluefna eða gerð bóluefnasamninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG