fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 08:00

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Bretland hafa náð saman um fríverslunarsamning landanna í kjölfar útgöngu Breta úr ESB. Félag atvinnurekenda, FA, fagnar því að samningur hafi náðst en þykir miður að stjórnvöld hafi kastað frá sér tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur en það var gert vegna harðrar andstöðu hagsmunaaðila.

Þetta segir á heimasíðu FA. Segja samtökin að þau telji að brýnt hafi verið að ná fríverslunarsamningi við Breta til að hægt væri að varðveita til frambúðar þau viðskiptakjör sem giltu í viðskiptum Bretlands og Íslands á meðan Bretland var enn aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Það gildi í öllum meginatriðum í vöruviðskiptum samkvæmt nýja samningnum. FA segir einnig mikilvægt að samkomulag náðist um að íslenskir útflytjendur sitji við sama borð og keppinautar þeirra á EES-svæðinu hvað varðar heilbrigðisskoðanir á landamærum.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir ljóst að bresk stjórnvöld hafi haft áhuga á að auka talsvert fríverslun með búvörur en það tækifæri hafi ekki verið nýtt. Hann segir að Bretar hafi boðið umtalsverða aukningu á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft en það hefði átt að vera augljóst hagsmunamál íslenskra mjólkurbænda og framleiðenda því hægt hefði verið að nota kvótann í nýrri skyrverksmiðju Íseyjar skyr í Wales. Á móti hafi Bretar farið fram á aukna tollkvóta fyrir osta og kjötvörur, miklu minna en þeir kvótar sem Íslendingum stóðu til boða.

„Vegna harðrar andstöðu hagsmunaaðila í landbúnaði við aukinn tollfrjálsan innflutning var þessu tækifæri fórnað og samningurinn kveður eingöngu á um að þeir gagnkvæmu tollkvótar, sem voru í bráðabirgðasamningi Íslands og Bretlands frá 2019, haldi sér,“ er haft eftir Ólafi á heimasíðu FA.

Samkvæmt nýja samningnum geta íslensk fyrirtæki flutt 692 tonn af lambakjöti tollfrjálst til Bretland og 329 tonn af skyri. Á móti mega bresk fyrirtæki flytja 19 tonn af osti til Íslands, 11 tonn af ostum með verndað afurðaheiti og 18,3 tonn af unnum kjötvörum. Þetta byggist að sögn FA á raunverulegum viðskiptum ríkjanna áður en samningurinn var gerður. Tollarnir eru því þannig að Ísland má flytja 1.021 tonn til Bretlands en Bretar 48,3 tonn hingað til lands.

Haft er eftir Ólafi að það veki nokkra furðu að hagsmunaaðilar í landbúnaði hafi verið mótfallnir víðtækari fríverslun með búvörur við Bretland í ljósi þeirra augljósu tækifæra sem tollkvóti fyrir undanrennuduft hefði falið í sér. „Mjólkursamsalan hefur kvartað undan því að eiga erfitt með að koma undanrennuduftinu í verð á erlendum mörkuðum. Með þessu hefði verksmiðja MS í Bretlandi haft aðgang að tollfrjálsu íslensku hráefni. Andstaðan við aukinn tollfrjálsan innflutning í litlu magni virðist hafa blindað menn fyrir þessum tækifærum. Svo spilar það kannski inn í að á íslenska markaðnum er MS í mikilli óskastöðu varðandi sölu á undanrennudufti; í skjóli undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum er fyrirtækið í einokunarstöðu og hefur enga innlenda samkeppni þegar kemur að sölu á mjólkur- og undanrennudufti. Í skjóli tollverndar hefur MS enga erlenda samkeppni heldur og innlend matvælafyrirtæki, sem þurfa að nota undanrennu- og mjólkurduft í framleiðslu sína, eiga engan annan kost en að kaupa af MS á miklu hærra verði en erlendir viðskiptavinir MS greiða,“ er haft eftir Ólafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG