fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. júní 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, fylgist enn með fyrrum starfsvettvangi sínum, Alþingi. Að sjálfsögðu fylgdist hann því vel með í gærkvöldi þegar fyrri hluti eldhúsdagsumræðna fór fram á Alþingi og ákvað hann í kjölfarið að birta gagnrýni sína á einstaka ræðumann á Facebook.

Um Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sagði Össur:

„Guðlaugur Þór flutti talsvert forsætisráðherralega ræðu þó hann væri augljóslega ekki búinn að ná sér af hinni ógleymanlegu „þeir-töpuðu” ræðu í kosningapartíi sínu. Það var mögnuð ræða sem líklega verður munuð lengur í flokkssögunni en ræðan sem hann flutti í kvöld.“

Þarna vísar Össur til ræðu sem Guðlaugur hélt á kosningavöku sinni á laugardag þar sem hann talaði af ástríðu um framtíð Sjálfstæðisflokksins og um sigur hans gegn andstæðingum hans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík um helgina. Greinilega þótti Össuri meira til þeirrar ræðu koma en eldhúsdagsræðu ráðherrans. Ráðherrann var í reynd nokkuð rámur í ræðu sinni og hafa margir haldið fram að hann hafi hreinlega tapað röddinni að einhverju í kjölfar eldræðunnar á kosningavökunni.

Össur vakti líka athygli á ræðu Willums Þórs Þórssonar, þingsmanns Framsóknar og formanns fjárlaganefndar.

„Hinn geðfelldi framsóknarmaður, Willum Þór, sýndi óvænta hlið með því að nota þýðingu Geirlaugs Magnússonar á pólsku ljóði í þéttri ræðu sinni. Það er líka einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil.“

En þar vísar Össur til þess að Willum starfaði áður árum saman sem annars vegar handboltaþjálfari og hins vegar sem knattspyrnuþjálfari. Ljóðið sem Össur vísar til er ljóði „Endir og upphaf“ eftir Nóbelsverðlaunahafann Wislawa Szymborska, en Willum flutti upphafserindið í þýðingu Geirlaugs Magnússonar.

Að loknu hverju stríði
þarf að taka til.
Hlutir komast ekki
í samt lag af sjálfu sér.

Næst vék Össur máli sínu að Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins en hann segir hana hafa klúðrað tækifærinu á að sækja flokk sínum aukið fylgi.

„Tilfinningasprengjan Inga Sæland klúðraði dauðafæri til að rífa Flokk fólksins upp úr ládeyðu 3 prósenta fylgi og flutti líklega lökustu ræðu sína. Jafnvel óratorar eiga ekki að fara án blaða í eldhúsdag ef þeir hafa ekki þrauthugsað hvað þeir ætla að segja.“

Rétt er að taka fram að Inga Sæland er lögblind, en hefur þó átt til að taka með sér blöð upp í pontu þar sem punktar eru skrifaðir með stóru letri. Það gerði hún þó ekki í gærkvöldi.

Össur segir að bestu ræðumenn kvöldsins hafi verið þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

„Píratinn Þórhildur Sunna var með neglingu á Samherja og snéri beitta svipu úr orðum Seðlabankastjórans sem á dögunum hjólaði í Samherja fyrir ógeðslega árás á starfsmenn bankans.“

En í ræðu sinni vísaði Þórhildur til þess að Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hafi sagt í viðtali í vor að landinu væri stýrt af hagsmunahópum og með því rofið „æpandi þögn æðstu ráðamanna þjóðarinnar um yfirgengilega ósvífni ákveðinna hagsmunahópa.

Össur var líka hrifinn af ræðu Þorgerðar, en hún hafi þó ekki byrjað vel.

„Þorgerði Katrínu tókst næstum að slökkva á mér í byrjun ræðu sinnar með tuði um slaka frammisöðu ríkisstjórnarinnar. Það er ekkert sérlega klók taktík þegar farsælli siglingu gegnum kófið er að ljúka

Svo reif hún sig upp í alvöruham um sægreifana og auðlindagjöld og dró arsnúg í þeim parsus sem var hápunktur tíðindalítils kvölds.

Þorgerður Katrín á að halda sig á þessari torfu en ekki eyða kosningabaráttu í tuð gagnvart ríkisstjórn sem hefur staðið sig vel við erfiðar aðstæður. Ef Viðreisn nær flugi þá flýgur hún á málefnalegri sérstöðu. Hún er ærin. Í stuði er Þorgerður líklega besti ræðumaður þingsins í dag.“

Að lokum fór Össur stuttlega yfir ræðu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, gamli flokkurinn hans Össurs. En Össur tók eftir því að Logi vék í engu að Evrópusambandinu í ræðu sinni.

„Í ræðu formanns míns gamla flokks var ekkert að frétta af ESB-aðild sem þó var annað helsta áherslumál flokksins í ræðu Loga á flokksstjórnarfundi fyrir nokkrum dögum.

Ég lifi það af – og hann vonandi líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar