Nú hafa verið talin 4857 atkvæði af rúmlega 7500 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og staðan er gjörbreytt frá því fyrr í kvöld. Nú hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tekið fram úr Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í fyrsta sæti og Brynjar Níelsson, þingmaður hefur færst úr fjórða sæti yfir í það sjötta. Hildur Sverrisdóttir er komin í fjórða sæti og Birgir Ármannsson er í því fimmta. Áfram er Sigríður Á. Andersen í áttunda sæti og því líklega ekki að fara að halda áfram á þingi.
Nú lítur listinn svona út en enn á eftir að telja tæplega þrjú þúsund atkvæði og því getur allt gerst.