fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Þetta er fólkið sem Áslaug Arna og Guðlaugur vilja með sér á þing: Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen úti í kuldanum

Orðið
Mánudaginn 31. maí 2021 21:00

Hart er barist í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem nú stendur yfir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna er að byggjast upp fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer um næstu helgi. Þar stendur baráttan um oddvitasætið  á milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

Baráttuglaðir prófkjörsklækjarefir eru á leið í bæinn eftir vígaferli í Suður- og Norðausturkjördæmi og munu setja alla krafta sína í höfuðborgarbaráttuna út þessa viku.

Telja sumir að prófkjörið sé enn þýðingameira en margir átti sig á því að sigurvegarinn verður að margra mati óumdeildur kandídat til þess að taka við leiðtogahlutverkinu í Sjálfstæðisflokknum kjósi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að stíga til hliðar á næstunni eins og sífellt háværari orðrómur er um.

Samkvæmt þeim er til þekkja þá er búist við að baráttan milli Guðlaugs og Áslaugar verði hnífjöfn og spennandi. Munu úrslitin líklega ráðast á því hversu vel yngsta kynslóðin mætir til leiks en fulltrúar Áslaugar hafa tjaldað öllu til við að skrá ungt fólk í flokkinn og freista þess að fá það til að kjósa dómsmálaráðherrann unga. Gjaldmiðillinn er eftir sem áður pizzur og áfengi en í sumum tilvikum bara fallegt bros frá samfélagsmiðlastjörnu.

Flestir þeir sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík hafa undanfarna daga fengið símhringingar frá frambjóðendunum tveimur. Í þeim hefur komið fram hvaða einstaklingar það eru sem oddvitaefnin vilja fá með sér á þing.

Í tilfelli Áslaugar Örnu hefur kosningamaskína hennar laumað því að fólki að ákjósanlegt væri ef Birgir Ármannsson, Hildur Sverrisdóttir og Friðjón R. Friðjónsson fengju brautargengi og það í þessari röð.

Listi Guðlaugs Þórs er ekki jafn langur og í raun bara eitt nafn. Stuðningsmönnum utanríkisráðherra er bent á að styðja við bakið á Diljá Mist Einarsdóttur, núverandi aðstoðarmanni Guðlaugs.

Svo skemmtilega vill til að algjör tilviljun réði því að Diljá Mist opnaði kosningaskrifstofu sína í Borgartúni 26 á sama tíma og Áslaug Arna opnaði sína skrifstofu í Borgartúni 25, handan götunnar. Má því segja að línan hafi verið dreginn í sandinn milli fylkinganna þvert í gegnum Borgartúnið, Wall Street Íslands.

Þá vekur það nokkra athygli að hvorugur frambjóðandinn leggur sig fram við að styðja við bakið á þingmanninum Brynjari Níelssyni né fyrrum ráðherranum Sigríði Á. Andersen.

Þó að Brynjar sé úti í kuldanum hjá oddvitaefnunum skyldi þó enginn vanmeta hann enda hefur hann yfirleitt fengið góða kosningu þrátt fyrir að leggja sig lítið fram í prófkjörsbaráttunni. Ættu pólitísk einkunnarorð hans í raun að vera: „Náði hámarki með algjöru lágmarki“.

Sömu sögu er að segja af Sigríði sem hefur leitt andspyrnu stjórnarliða gegn sóttvarnaraðgerðum og hefur eflaust skorað einhver prik hjá þeim Sjálfstæðismönnum sem ósáttir eru við þær. Hvort að prikin verði nógu mörg skal ósagt látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember