Formenn allra þingflokka ræddu saman í Silfrinu á RÚV í dag í tilefni þingkosninganna í haust. Flestir kjósa að ganga óbundnir til kosninga en þó ekki allir. Bæði Samfylkingin og Píratar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Píratar útiloka jafnframt samstarf við Miðflokkinn.
Fram kom í máli formanna núverandi stjórnarflokka að þau gætu vel hugsað sér að halda samstarfinu áðan enda hafi þeim öllum liðið vel í þessari ríkisstjórn. Þau lögðu hins vegar áherslu á að flokkar þeirra gengju óbundnir til kosninga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sér vinstri stjórn í kortunum. Telur hann að mynduð verði ríkisstjórn skipuð sömu flokkum og sitja núna í borgarstjórn. Líklegt sé þó að þar skipti Píratar og Framsóknarflokkurinn um sæti.
Sigmundur spái því þar með að næsta stjórn verði skipuð Samfylkingunni, Viðreisn, Framsóknarflokknum og VG.
„Það stefnir allt í Reykjavíkurmódelið í landsmálum. Að mynduð verði þannig ríkisstjórn, líklega samt að Pírötum verði skipt fyrir Framsókn ef það dugar til,“ sagði Sigmundur.