Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi og er því nýr oddviti flokksins í kjördæminu.
Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sóttist einnig eftir oddvitasætinu en hann hafnaði í þriðja sæti.
Í öðru sæti er Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fædd 1993, sem hefur undanfarið starfað sem lögfræðingur á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri..
Nokkuð hefur verið fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja að undanförnu og í nýlegri grein Kjarnans kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vilji ekki að Njáll Trausti verði næsti oddviti í kjördæminu.
Samkvæmt upplýsingum á vef Sjálfstæðisflokksins greiddu 1570 manns atkvæði, þar ar voru 1499 atkvæði gild. Úrslit voru eftirfarandi:
Úrslit eru eftirfarandi:
1. Njáll Trausti Friðbertsson með 816 atkvæði í 1. sæti
2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir með 708 atkvæði í 1. – 2. sæti
3. Gauti Jóhannesson með 780 atkvæði í 1. – 3. sæti
4. Berglind Harpa Svavarsdóttir með 919 atkvæði í 1. – 4. sæti
5. Ragnar Sigurðsson með 854 atkvæði í 1. – 5. sæti