„Þetta er ótrúlega umræða. Að það hafi orðið tjón af því að við áttum öfluga ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan bíður núna eftir því að fullnýta tækifærin sem bíða handan við hornið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum formanna þingflokkann í Silfrinu á RÚV.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, kapteinn Pírata, hafði þá gagnrýnt áherslu stjórnvalda á að styrkja stór fyrirtæki, aðallega ferðaþjónustufyrirtæki, í COVID-faraldrinum, en minna hefði verið gert fyrir einstaklinga. Of lítið væri hugað að nýsköpun og fólki væri ekki treyst til að koma fram með sínar lausnir.
Bjarni benti í að ferðaþjónustan væri ný stoð undir efnahagslífið hér og það sama gilti um fiskeldi sem nú er mjög vaxandi. Enn fremur hefði átt sér stað stóraukin fjárfesting í lyfjaiðnaði. „Við höfum verið að sá fræjum út um allt í samfélaginu,“ sagði Bjarni.
„Engin ríkisstjórn hefur gert meira til að styðja við nýsköpun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þessari umræðu.