fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Auglýsing borgarinnar vekur athygli – „Frekar lélegur lestur á salnum að monta sig af þessu akkúrat núna”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 28. maí 2021 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnartorgið í miðbænum hefur verið nokkuð til umræðu síðan það reis fyrir ekki það mörgum árum síðan og eru skiptar skoðanir á hvernig þetta nútímalega svæði passar inn í borgarbraginn og hvort að staðsetningin sé ekki gífurlega óheppileg með tilliti til vinda.

Engu að síður virðist Reykjavíkurborg afar stolt af svæðinu. Í dag birti Reykjavíkurborg fyrir og eftir mynd af svæðinu á Facebook og gott betur en það. Færslunni deildi borginn einnig í hverfishópum borgarinnar, mörgum til nokkurrar furðu.

Reykvíkingar létu þó ekki á sér standa og hafa athugasemdirnar streymt inn sem gefa smjörþefinn af því hvert raunverulegt álit almennings er á Hafnartorgi.

„Glötuð tækifæri til að gera eitthvað fallegt og skemmtilegt – í sátt við byggðina,” skrifar fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason í athugasemd. Í annari athugasemd tekur hann fram að hann hefði verið sáttari við gömlu bílastæðin.

„Reyndar er ég þeirrar skoðunar að bílastæðin hafi verið skárri en steypuhlunkarnir sem voru settir niður þarna. Í bílastæðunum voru þó fyrirheit um að það væri hægt að gera eitthvað fallegt og skemmtilegt.”

Andrés Jónsson, almannatengill, er þessu ósammála. „Stórfelldar framfarir. Höfnin verður bráðum aftur einkennismerki Reykjavíkur og Kvosin aðalsvæðið.“

Björn Teitsson almannatengill veltir fyrir sér hvað vaki fyrir borginni að auglýsa Hafnartorgið með þessum hætti einmitt núna. „Frekar lélegur lestur á salnum að monta sig af þessu akkúrat núna.”

Píratinn Snæbjörn Brynjarsson segir Hafnartorgið mun betra en það sem áður var. „Allt er skárra en að hafa bílastæði á þessum stað. En útfærslan hefði mátt vera betri út af vindinum sér í lagi.“

Dæmi um fleiri ummæli sem hafa fallið í athugasemdum við þessar auglýsingar borgarinnar eru:

„Kalt, gelt og sólarlaust“

„Kraðak og skipulagsslys eru orðin sem koma til mín“

„Hryllingur. Lengi gat vont versnað… en það er greinilega mögulegt“

„Eins og skrattinn úr sauðarleggnum“

„Þetta er svo mikið drasl! Minnir á hverfi í austur-Berlín 1970. Ég sé engan vera að hanga þarna. Grátt, kalt og vindasamt.“

Sjónmengun

Margir eru þó sáttir við breytinguna og segja Hafnartorgið flott og frábært. Neikvæðu athugsemdirnar eru þó mun fleiri. En það þarf þó ekki að segja alla söguna þar sem margir eru frekar tilbúnir að tjá neikvæðar skoðanir sínar fremur en þær jákvæðu.

 

*Tekið skal fram að skrifstofa DV er staðsett á Hafnartorgi og þar sat blaðamaður og skrifaði ofangreint. Það var frekar mikill vindur. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum