fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Alþjóðleg samtök fordæma framferði Samherja – „Fyrirtæki sem vilja sanna sakleysi sitt grípa ekki til ruddalegra bolabragð“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 15:44

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alheimssamtökin Transparency International standa einhuga í samstöðu með Íslandsdeild Transparency og íslenskum almenningi. Yfirvöld verða að rannsaka framgöngu Samherja hratt og vel og láta Samherja og fulltrúa hans svara til saka og taka út refsingu, lögum samkvæmt sannist misferli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

„Fyrirtæki sem vilja sanna sakleysi sitt grípa ekki til ruddalegra bolabragða gagnvart þeim sem segja frá staðreyndum í þágu almennings,“ segir Daniel Eriksson, framkvæmdastjóri aðalstöðva Transparency International í Berlín. „Það er óskiljanlegt að Samherji safni persónuupplýsingum til að sverta orðspor stjórnarmanna Íslandsdeildar Transparency International og annarra sjálfstæðra radda. Öflugt samfélag almennings sem veitir valdi aðhald er Íslandi nauðsynlegt.“

Í tilkynningunni segir ennfremur:

Transparency International hefur verulegar áhyggjur af framferði Samherja, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Íslands, gagnvart fjölmiðlafólki og forystufólki frjálsra félagasamtaka, sem fjallað hafa um meint peningaþvætti, skattsvik og mútur Samherja gagnvart kjörnum fulltrúum á erlendri grundu. Nýlegar fréttir í íslenskum fjölmiðlum staðfesta að „skæruliðadeild“ Samherja hafi safnað eða haft áform um að safna persónulegum upplýsingum um einstaklinga, þar á meðal um stjórnarmann Transparency International á Íslandi, með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika þeirra sömu einstaklinga.

Tölvupóstur og netskilaboð sem lekið var til fjölmiðla – sum hver aðeins nokkra vikna gömul – sýna einnig að Samherji reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu formannskjörs í stéttarfélagi blaðamanna, Blaðamannafélag Íslands, BÍ. Í gögnunum má meðal annars sjá fulltrúa fyrirtækisins láta sig dreyma um að „stinga, snúa og strá svo salti í sári“ gagnrýnenda.

Greint var frá því árið 2019 að Samherji hefði undanfarinn áratug greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu og Angóla hundruð milljóna í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan fiskveiðikvóta. Þetta sýna gögn sem lekið var til Wikileaks og Kveikur rannsakaði og birti í samstarfi við Al Jazeera Investigates og Stundina. Í kjölfar hneykslisins lækkaði Ísland um sex sæti á spillingarvitundarvísitölu Transparency International fyrir árið 2020.

Samherji hefur neitað sök og í kjölfarið beitt árásum á blaðamenn og aðrar sjálfstæðar raddir, líkt og greint er frá í umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar