fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Segir að Kristján þurfi að birta samskiptin við „skæruliða“ Samherja – „Strax í dag“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 26. maí 2021 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrum blaðamaður Stundarinnar og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi þingkosningum, segir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum og birta samskipti við svonefnda „skæruliðadeild“ Samherja.

Kristján Þór var í einhverjum samskiptum við meðlimi þessarar skæruliðadeildar, þá helst Pál Steingrímsson skipstjóra. Samkvæmt þeim samskiptum sem Kjarninn og Stundin eru með undir höndum og hafa fjallað um undanfarna daga litu „skæruliðarnir“ á Kristján Þór sem sinn mann í ríkisstjórninni.

Jóhann Páll var gestur í Harmageddon í dag þar sem hann ræddi meðal annars um Samherja.

Frankenstein-saga

„Þetta er svona Frankenstein-saga þar sem stjórnmálamenn eru svolítið í hlutverki vísindamannsins -skapa skrímslið,“ segir Jóhann Páll og vísar þar til þess að Samherji er í raun skapaður af stjórnvöldum sem hafa með veitingu kvóta gert fyrirtækinu kleift að auðgast ótæpilega.

Hann segir þessar nýju vendingar í málefnum Samherja sláandi.

„Það sem er mjög sjokkerandi er þessi nýjasta afhjúpun,” segir Jóhann og vísar til tengsla skæruliðana við Kristján Þór.

„Auðvitað ætti Kristján Þór Júlíusson ekki að vera sjávarútvegsráðherra, það liggur alveg fyrir,” segir Jóhann. Hann telur það ljóst frá upphafi að vegna þeirra tengsla sem ráðherrann hefur við stærsta útgerðarfélag landsins þá hafi hann aldrei verið starfinu vaxinn og ótrúlegt að eftir að Samherjamálið kom upp hafi hann setið sem fastast í embætti.

„Þrátt fyrir allt sem er á undan gengið, þrátt fyrir afhjúpum Samherjaskjalanna um hvernig hann var notuð sem einhver puntudúkka þegar Samherjastjórnendur voru að gera hosur sínur grænar fyrir namibískum ráðamönnum”

Skýr skilaboð til þjóðarinnar

Í þessu felist mjög skýr skilaboð til þjóðarinnar um að ríkisstjórnin hafi aldrei ætlað sér með nokkrum hætti að hrófla við kvótakerfinu.

„Það að hann sé sjávarútvegsráðherra er mjög skýr skilaboðasending til þjóðarinnar og staðfesting á því að sú ríkisstjórn sem er núna við völd hún mun ekki, ætlar ekki og hefur aldrei ætlað sér að hrófla á nokkurn hatt við þessu ofurvaldi hinna fáu og fjársterku í sjávarútvegi”

Hann segir það eðlilegt að Kristján Þór svari fyrir fréttaflutning síðustu daga með því að opinbera samskipti sín við „skæruliðadeildina“.

„Auðvitað hljótum við að gera kröfu um að hann birti öll sín samskipti við þessa áróðursmaskínu og geri það bara strax í dag […] Það minnsta sem hann getur gert, ekki bara gagnvart almenningi og kjósendum heldur líka gagnvart þeim sem hafa lent í þessari hakkavél Samherja, er að birta sín samskipti og gera hreint fyrir sínum dyrum þar.“

Aldrei trúverðugt

Í kjölfar afhjúpunarinnar á meinti skipulagðri glæpastarfsemi Samherja í Namibíu hafi stjórnvöld verið með marklausar yfirlýsingar.

„Þá hélt ríkisstjórnin einmitt blaðamannafund og boðaði ákveðnar aðgerðir greinilega í þeim tilgangi að sefa reiði almennings. En hverjum var treyst fyrir því verkefni að leiða þessar umbætur? Það var Kristján Þór Júlísson sjálfur sem hefur meira að sega viðurkennt að hann og Þorsteinn Már séu það góðir vinir að hann sé vanhæfur til að koma að málum Samherja sem er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi svo þetta var aldrei trúverðugt.“

Einn meðlimur skæruliðadeildarinnar, Arna Bryndís Baldvins McClure er frænka Jóhanns og vísað í þeim samskiptum sem opinberuð hafa verið til hans sem „fíflið hann frændi minn“

Jóhann segir þetta hafa komið sér á óvart. Hann hafi varla hitt Örnu.

„Þetta eru nú svolítið kaldar kveðjur frá henni […] Þetta var bara svona óvænt. Óvænt ánægja samt eiginlega. Maður hlýtur að vera að gera eitthvað rétt ef þetta fólk er óánægt.”

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar