fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks býður Kristjáni Þór í spjall um samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja – Sat áður í stjórn Samherja

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 26. maí 2021 10:30

mynd/Anton Brink samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Haraldsdóttir, auglýsir nú opinn fund á Facebook sem haldinn verður á morgun og verður umræðuefnið stjórn fiskveiða og fiskeldi.

Gestur hennar verður Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og munu þau meðal annars ræða um samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldi.

„Ræði við Kristján Þór Júlíusson um fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga, kosti þess og galla. Samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldi – Hvert stefnum við.“ 

Bryndís er að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Kraganum og sækist þar eftir öðru sæti. Eins og glöggir muna gekk ekki allt of vel hjá henni í síðasta prófkjöri þar sem hafnaði í fimmta sæti. Hún var þó færð upp í annað sætið þar sem ótækt þótti að enginn kona væri í efstu sætum listans. Við þennan flutning færðist Vilhjálmur Bjarnason, þáverandi þingmaður og núverandi varaþingmaður, niður um sæti á listanum og missti þar með að þingsæti þar sem hann var eftir breytinguna í fimmta sæti, sætinu sem Bryndís var í eftir prófkjörið og fyrir tilfærsluna.

Opni fundurinn sem hún boðar á Facebook með ráðherra þykir koma á nokkuð skondinni tímasetningu. Hópur fólks innan Samherja sem kallað hefur sig „skæruliðadeildina“ hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og Kjarnans sem miðlarnir byggja á gögnum sem fengin voru úr síma Páls Steingrímssonar, hugsanlega með ólögmætum hætti, hefur hópurinn meðal annars rætt að reyna að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands. Í hvorugu tilfelli höfðu þau erindi sem erfiði, en þó bera að taka fram að óljóst er nákvæmlega hve mikið erfiði fylgdi spjalli skæruliðadeildarinnar. Kristján Þór var í þessum spjallþráðum kallaður „okkar maður,“ og honum lýst sem hliðhollum Samherja. Það var væntanlegur oddviti flokksins í kjördæminu ekki sagður vera.

Kristján mátti svo svara fyrir tengsl sín við Samherja á Alþingi í gær í óundirbúnum fyrirspurnatíma og sem áður minnti hann á vanhæfi sitt til að fjalla um Samherja en tók fram að þar þekkti hann marga menn af einu góðu. Samherji hefur reyndar alltaf verið erfiður ljár í þúfu fyrir Kristján. Þegar hann tók við embætti Sjávarútvegsráðherra þurfti hann svo til um leið að svara fyrir tengsl hans við útgerðina fyrir norðan. Sagðist hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. „Í því samhengi er mér ljúft og skylt að upplýsa að við Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, höfum þekkst síðan við vorum ungir menn,“ sagði Kristján þá jafnframt við það tilefni.

Samherji hefur einmitt verið gagnrýndur undanfarin ár, eftir að Samherjaskjölin voru opinberuð sem vörpuðu ljósi á meinta mútugreiðslur fyrirtækisins í Afríku, fyrir að sýna ekki samfélagslega ábyrgð – sem er meðal umræðuefna fundarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum