fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Samherji setur Alþingi á hliðina – Kristján Þór tjáir sig um tengslin – „Þekki fullt af starfsfólki Samherja og ekkert nema gott eitt um það að segja“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. maí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skæruliðadeild Samherja sem greint var frá fyrir helgi hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu og því var hún áberandi umfræðuefni á þingfundi Alþingis í dag í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra vegna málsins og það sama gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar í beinu framhaldi og var henni heitt í hamsi.

Allt ætlaði þó yfir að keyra þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata steig í pontu og beindi fyrirspurn sinni til Kristjáns Þórs Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en Þórhildur sparaði ekki stóru orðin, virtist fara öfugt ofan í ráðherrann sem svaraði fyrir sig með því að hjóla í persónu Þórhildar frekar en málefnið.

Þórhildur spurði Kristján hvort hann sem ráðherra ætlaði að bregðast við fregnum síðustu daga um framferði Samherja og þá með hvaða hætti.

Kristján svaraði án þess að svara spurningu Þórhildar með beinum hætti. Hann sagði það þó áhyggjuefni ef satt reyndist að Samherji hefði beitt sér gegn félagasamtökum, haft afskipti af prófkjöri og sótt að fjölmiðlamönnum líkt og fregnir síðustu daga hafa bent til. Þó tók Kristján fram að slík háttsemi væri í lagi ef um einstaklinga væri að ræða. En úr þeim orðum hans mætti líklega lesa að ef á daginn kemur að Skæruliðadeildin hafi starfað sjálfstætt en ekki í umboði Samherja þá sé ekkert upp á Samherja að klaga.

„Að því leyti til get ég tekið undir áhyggjur háttvirts þingmanns ef að það er að verða lenska að fyrirtæki sem þykir að sér sótt beitir sér með þeim hætti sem þar um ræðir. Að öðru leyti hefur þetta mál ekki borið inn á mitt borð. Ég að sjálfsögðu þekki fullt af fólki eins og ég hef áður nefnt meðal annars á opnum fundi með háttvirtum þingmanni haustið 2019. Þekki fullt af starfsfólki Samherja og ekkert nema gott eitt um það að segja. Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“

Þá steig Þórhildur aftur í pontu og benti Kristjáni á að hann hefði ekki svarað spurningu hennar. Gaf hún til kynna að það væri ótækt að maður í svona háu embætti væri ekki hæfur til að tjá sig um eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Hún spurði því:

„Ég velti fyrir mér virðulegi forseti. Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að gera með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis? Finnst hæstvirtum ráðherra virkilega ekkert athugavert við það að hann sitji í þessu embætti á meðan að Samherji stundar sínar fordæmalausu árásir á alla sem voga sér að gagnrýna framgöngu fyrirtækisins? Setur það embættið ekki niður að hafa í því mann sem getur ekki beitt sér, getur ekki tjáð sig með neinum markverðum hætti um framgöngu fyrirtækisins?“

Þetta virtist hafa farið öfugt ofan í Kristján sem neitaði að standa undir slíkri árás frá eina þingmanninum sem hafi verið dæmdur fyrir brot á siðareglum Alþingis.

„Ég hef áður farið yfir hæfi mitt til að taka á hæfi mínu til að taka á málefnum þessa fyrirtækis meðal annars með háttvirtum þingmanni sem fer nú ekki mjög vel að vera vanda um siðferði annara þingmanna. Þetta er fyrsti og eini þingmaðurinn sem hefur fengið ákúru fyrir það að brjóta þær siðareglur sem Alþingi sjálft hefur sett sér. Fyrsti og eini þingmaðurinn sem hefur fengið þá ákúru svo ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem koma upp, hvortheldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki. Það geri ég og ég hef lýst því yfir hátt og í heyranda hljóði á opnum fundi nefndarinnar í heyrandi hljóði með hvaða hætti ég met hæfi mitt þegar slík mál koma upp.“

Þorgerður Katrín fór aðra leið þegar hún beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur. Þar kallaði hún eftir því að auðlindarákvæði í nýrri stjórnarskrá yrði skýrt um það að úthlutun kvóta væri tímabundin en ekki varanleg ráðstöfun.

Katrín svaraði því til að Þorgerður hefði átt að huga að því þegar hún sjálf var sjávarútvegsráðherra. Katrín hafi sjálf lagt til í minnihluta að aflaheimildir væru tímabundnar en það ekki komist í gegnum þingið.

„Herra forseti, það er nú hálf kúnstugt að heyra fyrrverandi sjávarútvegsráðherra stíga hér upp og tala eins og ekkert hafi verið að gert á mínum tíma í ríkisstjórn. Ég held að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra  hæstvirtur, ætti kannski frekar að líta til síns eigin tíma í ríkisstjórn ýmist innan Sjálfstæðisflokk eða með Sjálfstæðisflokk sem henni er svo tíðrætt hér.“

Þorgerður sagði að slíkt breytti litlu þegar ljóst væri að Vinstri Grænir hefðu ákveðið að skipta um skoðun í þeim efnum.

„Forsætisráðherra hleypur náttúrulega í kringum málið, í kringum kjarnann, frá svörunum eins og köttur í kringum heitan graut. Forsætisráðherra er búin að viðurkenna það að hún lagði fram það frumvarp á sínum tíma sem snerti einmitt tímabindingu. Frábært. Frábært. Af hverju þá ekki að fylgja því eftir í þessari ríkisstjórn? Hver er ástæða þess að einmitt þegar ég var sjávarútvegsráðherra að það voru allir flokkar nema einn sem samþykktu að líta til tímabindingar í sjávarútvegi? Allir. Nema einn og það var Sjálfstæðisflokkurinn. En núna er VG búnir að kúvenda og hvernig er hægt að áætla annað en að skjól sérhagsmuna sé orðið meira heldur en nokkurn tímann áður þegar allt í einu flokkar eru búnir að kúvenda, þeir eru búnir að leggja fram frumvarp sjálfir um tímabindingu en það má ekki gera það núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum