fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Með ráðherra í liði – Skæruliðar Samherja litu á sjávarútvegsráðherra sem sinn mann – „Var að tala við Kristján Þór“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. maí 2021 14:05

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skæruliðadeild Samherja, sem samanstendur af Þorbirni Þórðarsyni almannatengill, Páli Steingrímssyni skipstjóra og Örnu Bryndísi Baldvins McClure lögmanni, litu á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem sinn mann. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag.

Í þeim samskiptum sem Stundin og Kjarninn hafa undir höndum milli Skæruliðadeildarinnar kemur fram að Páll skipstjóri hafi verið í sambandi við Kristján Þór og leitað hjá honum ráða. Tilefnið var að fyrir mistök hafi Páll fengið póst frá framkvæmdastjóra Geðhjálpar, Grími Atlasyni, þar sem minnt var á tíma hjá ráðgjafa. Pósturinn var ætlaður öðrum manni með svipað nafn.

„Var að tala við Kristján Þór um mailið frá Grím og hann bað mig fyrst að senda þetta á stjórnarformann Geðhjálpar áður en ég gerði nokkuð annað,“ sagði Páll við Örnu í kjölfarið. Páll taldi sig þarna vera kominn með höggstað á Helgu Völu Helgadóttur, þingman Samfylkingarinnar, sem er eiginkona Gríms.  En skæruliðadeildin vildi stoppa Helgu Völu sem hafði gagnrýnt Samherja.

Kristján Þór hefur frá desember 2019 lýst sig vanhæfan til að fjalla um það sem snýr beint um Samherja en hefur áfram tekið ákvarðanir varðandi sjávarútveg en þær ákvarðanir tengjast hagsmunum Samherja með beinum hætti. Athygli vakti að í kjölfar þess að Samherjamálið komst í fjölmiðla hringdi Kristján í forstjóra útgerðarinnar, Þorstein Má Baldvinsson, til að „spyrja hvernig honum liði“.

Dæmi um samskipti þar sem Kristjáni bregður fyrir og Stundin greinu frá eru eftirfarandi:

Páll skrifaði „Jebb núna svarar hann ekki skilaboðum frá mér, en Mái spyr hvort ég eigi fleiri vinkonur eins og Ingunni.“

Þá svarar Arna „hahaha. Ingunn er gull“

Með Ingunni er vísað til Ingunnar Björnsdóttir, doktors í lyfjafræði sem gagnrýndi RÚV harðlega fyrir umfjöllun um Seðlabankamálið og Samherjamálið. Kristján Þór lækaði einmitt þá gagnrýni.

Á örðum stað í samskiptum ræddi Skæruliðadeildin um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann Stundarinnar.

„Hann er að fara í þá sem standa í kringum okkur. Hann hefur farið í Jón Óttar, Þorbjörn, þig, Kristján Þór, börn ÞMB og KV, og nú Ingunni. Hann er að reyna að hræða fólk frá því að tjá sig“. Þetta segir Arna Páli að segja við Ingunni. En þarna sést að Kristján Þór er talinn til þess fólk sem „standi í kringum“ skæruliðadeildina og þar með Samherja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum