fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Eyjan

Hannes gagnrýnir Transparency International og Atli segir að hann skorti lesskilning – „Hannes hefði gott af því að skella sér á bókasafn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 18:00

Hannes Hólmsteinn Gissurarson (t.v.) og Atli Þór Fanndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsdeild samtakanna Transparency International, sem berjast gegn spillingu, hafa ályktað með mjög hörðum hætti gegn framferði sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildarinnar er Atli Þór Fanndal. Í ljósi afhjúpana fjölmiðla undanfarið þess efnis að fólk á mála hjá fyrirtækinu hafi stillt saman strengi sína í rógsherferð gegn fjölmiðlafólki, auk þess að beita sér í formannskjöri innan Blaðamannafélags Íslands og hafa afskipti af prófkjörum stjórnmálaflokka, hefur Transparency International birt yfirlýsingu, þar sem gerðar eru athugasemdir við nýtingarrétt Samherja á fiskveiðiauðlindinni í ljósi framferði fyrirtækisins:

„Kvótahafar sem virða að vettugi alþjóðlegar skuldbindingar og siðareglur sem Ísland kvittar undir eiga ekki að geta treyst því að fá að halda í yfirburðastöðu sína. Það eru forréttindi fá að fara með nýtingarrétt á takmörkuðum gæðum hafsins.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, sem margir eigna titilinn „hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins,“ gerir þennan punkt að umræðuefni í nýjum Facebook-pistli. Hannes kallar málflutning samtakanna „sturlun“:

„Það er eitthvað, sem ég get ekki kallað annað en sturlun, í gangi. Transparency International á Íslandi segir í ályktun, að ólíðandi sé, að Samherji hafi aflaheimildir (sem fyrirtækið hefur nánast allar keypt fullu verði). Það er með öðrum orðum að biðja um, að þeir einir fái aflaheimildir, sem séu með réttar stjórnmálaskoðanir! Sjaldan hefur verið gefin út stærri ávísun á spillingu á Íslandi. Úthlutun aflaheimilda var fullkomlega efnisleg og eðlileg. Úthlutað var eftir aflareynslu og síðan leyft frjálst framsal. Síðan talar TI um, að fyrirtæki, „sem sanna vilja sakleysi sitt,“ þurfi ekki að stunda „ofsóknir“ gegn fréttamönnum. Þetta stríðir gegn meginreglu réttarríkisins og 70. gr. íslensku stjórnarskrárinnar: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.“ Fyrirtæki eiga ekki að þurfa að sanna sakleysi sitt. Og það voru þessir fréttamenn, sem hvöttu með vafasömum skjölum yfirvöld til að gera húsrannsókn hjá Samherja, þar sem ekkert fannst saknæmt. Og þessir fréttamenn hafa sjálfir verið fundnir sekir um brot á siðareglum Ríkisútvarpsins.“

DV bar ummælin undir Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparencey International. Atli gefur lítið fyrir lesskilning Hannesar og segir í samtali við DV:

„Hannes Hólmsteinn er ekki þekktur fyrir lesskilning. Vafareglan er grundvallarregla í sakamálaréttarfari en ekki við mat hins venjulega borgara á upplýsingum sem fram koma í fjölmiðlum. Það má enn verjast offorsi og árásum á grunnstoðir lýðræðisins. Hannes hefði gott af því að skella sér á bókasafn og kynna sér stundum málin. Það er mjög vandræðalegt að prófessor hafi ekki betri lesskilning en þetta.“

Atli gagnrýnir Hannes jafnframt fyrir andstöðu hans við að fjölmiðlar birti upplýsingar sem kunni að vera aflað eftir óhefðbundnum leiðum, en Hannes hefur fordæmt mjög innbrotið í tölvu eða síma Páls Steingrímssonar, Samherjamanns, en þar virðist upplýsinganna hafa verið aflað sem nýttar hafa verið í fréttaflutningi Stundarinnar og Kjarnans undanfarið um samráð Samherjafólks í áróðursherferðum:

„Vegna þess að prófessorinn virðist halda að það sé glæpsamlegt fyrir fjölmiðla að birta upplýsingar sem varða almenning ef óvíst er um hvort „skæruliðar“ vilji að verk þeirra séu opinber. Þá má ég til að benda Hannesi á að hann er að rugla saman tveim ólíkum málum. Þótt Háskólar og fræðimenn eiga ekki að birta stolinn texta þá er það ekki glæpur að fjölmiðlar segi fréttir. Fjölmiðlar birta upplýsingar sem varða almannahag og reiða sig á uppljóstranir og láta sig engu varða um hvort fólk vill að fjallað sé um þeirra mál eða ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum