fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Eyjan

Ekki öruggt að fjölmiðlafrumvarpið njóti meirihlutastuðnings á Alþingi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 09:00

Óvissa eru um stuðning við fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur. MYND/SIGTRYGGUR ARI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi lauk þriðju umræðu um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla án atkvæðagreiðslu. Samkvæmt frumvarpi Lilju fá fjölmiðlarnir 400 milljónir króna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sem lagði fram minnihlutaálit í allsherjar- og menntamálanefnd, hafi gagnrýnt ríkisstjórnina og sagt að um sýndarmennsku sé að ræða með því að taka málið inn í nefndina. Þar hafi málið ekki verið rætt í samhengi við frumvarp Brynjars Níelssonar og Óla Björns Kárasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að taka skuli Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Það hafi heldur ekki verið rætt í samhengi við frumvarp Miðflokksins um að fólk geti ráðstafað hluta útvarpsgjaldsins til fjölmiðils að eigin vali. Sagði Þorsteinn að sú leið sem sé valin sé sú einfaldasta og um leið sú versta. Hún hafi í för með sér að frjálsir fjölmiðlar séu ekki líklegir til að gagnrýna stjórnvöld og að stóru fjölmiðlarnir hagnist meira en þeir minni.

Birgir Ármannsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem tók þátt í umræðunni. Hann sagði ljóst að frumvarpið væri málamiðlun og ekki væri verið að reyna að fela það. Tveir kostir væru í boði, að gera eitthvað til að koma málinu í gegn eða slá ekkert af kröfum sínum og þar með komist það ekki í gegn. Hann sagði einnig að frumvarpið væri ekki í sjálfu sér upphaf eða endir á viðleitni stjórnvalda til að búa einkareknum fjölmiðlum starfsumhverfi.

Fréttablaðið segir að miðað við það sem þingmenn, sem blaðið ræddi við í gær, segi sé ekki ljóst hvort frumvarpið verði samþykkt á þriðjudaginn en þá er stefnt á að greiða atkvæði um það. Nokkrir þingmenn stjórnarflokkanna eru sagðir andvígir frumvarpinu og ekki liggi fyrir hvort allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Einræðisherrann hefur tekið sér stöðu í Hvíta húsinu

Einræðisherrann hefur tekið sér stöðu í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“