fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Drífa og Birgir í hár saman – „Staðan mjög alvarleg“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. maí 2021 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert lát virðist á opinberum deilum formanns ASÍ, Drífu Snædal og forstjóra flugfélagsins Play, Birgis Jónssonar.

ASÍ hefur hvatt til sniðgöngu á flugfélaginu vegna meintra bágra kjöra sem félagið bíður starfsmönnum sínum.  Birgir hefur kallað hátternið grófa og ástæðulausa aðför að Play og vísar því á bug að félagið bjóði upp á verri kjör en gert er ráð fyrir samkvæmt kjarasamningum.

Birgir birti pistil í morgun þar sem hann sló fast frá sér eftir að ASÍ fullyrti að Play væri að brjóta landslög.

Birgir sakaði ASÍ um að reyna að knésetja Play og að enginn vilji væri hjá bandalaginu til að ræða málin.

„Þetta eru vinnubrögð sem eru ekki samboðin samfélagi okkar og það er sorglegt að horfa upp á ASÍ misnota vald sitt með þessum hætti. Best væri að ASÍ ræddi þessi mál beint við þá aðila sem að málinu koma í stað þess að snúa hlutina úr samhengi í fjölmiðlum og setja fram með hætti sem forsvarsmönnum þess ætti að vera fullljóst að eru ekki réttir enda hafa þeir ekki gert neitt í því að kynna sér þá,“ skrifaði Birgir í niðurlagi greinar sinnar.

Drífa hefur nú svarað greininni. Þar segir hún það ekkert grín þegar miðstjórn ASÍ hvetji til sniðgöngu og ætti það að sýna hversu alvarleg staðan er.  Þessi deila snúist ekki bara um starfsfólk Play heldur um leikreglurnar á íslenskum vinnumarkaði.

„Þegar miðstjórn ASÍ hvetur til sniðgöngu á fyrirtæki er það ekki létt og lágstemmd yfirlýsing heldur er mikið í húfi og staðan mjög alvarleg. Hér er ekki aðeins um kjör starfsfólks Play að tefla. Hér er tekist á um grundvallaratriði á íslenskum vinnumarkaði og ef rangt er á haldið geta afleiðingarnar orðið afdrifaríkar fyrir allan almenning. “

Drífa stendur enn við þær yfirlýsingar um að kjör flugfreyja og -þjóna séu lægri en áður hafi sést í þessum geira og lægri en almennt gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði.  Íslenska flugstéttarfélagið, sem er viðsemjandi Play og ASÍ telur svokallað gult stéttarfélag, hafi ekki viljað afhenda ASÍ kjarasamninginn. Engu að síður hafi Drífa þann samning undir höndum og þar standi svart á hvítu hver byrjunarlaun nýliða séu:

Ísenska flugstéttarfélagið og Play hafa ekki viljað láta kjarasamninga sína af hendi en ASÍ hefur þá undir höndum og staðfestir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunnlaun séu 266.500 krónur fyrir nýliða.“

Drífa gerir fyllilega ráð fyrir að flugfélagið haldi áfram að svara ásökunum ASÍ.

Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks.“

Drífa segir það ekki mega gerast að Play fái að taka réttindi af vinnandi fólki með undirboði í launum. Það skapi hættulegt fordæmi.

„Ef launafólk á viðskipti við fyrirtækið og fjárfestar veita því brautargengi er um leið verið að leggja blessun sína yfir þessi vinnubrögð. Þess vegna enduróma ég enn og aftur samþykkt miðstjórnar ASÍ. Nei við Play!“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar