fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Úkraína, Rússland og framtíðin – Hvað segir Valur Gunnarsson um stöðu mála?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 06:00

Valur Gunnarsson. Mynd:Gassi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi funduðu Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík. Þeir eru staddir hér á landi til að sækja fund Norðurskautsráðsins sem fer fram í Reykjavík í dag og á morgun. Eitt þeirra mála sem snúa að Rússum og Bandaríkjunum er staðan í austurhluta Úkraínu en þar hafa aðskilnaðarsinnar, sem njóta stuðnings Rússa, tekist á við úkraínska stjórnarherinn árum saman.

Valur Gunnarsson, rithöfundur og blaðamaður, hefur góða þekkingu á málefnum Austur-Evrópu og hefur meðal annars ferðast mikið um þar og einnig búið. Hann bjó meðal annars í Úkraínu á síðasta ári þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Hann gaf nýlega út bókina Bjarmalönd þar sem hann dregur upp skemmtilega mynd af Austur-Evrópu, heimshluta sem allir hafa heyrt minnst á og er fréttaefni nær daglega.

DV ræddi við Val um stöðu mála í Úkraínu, dvöl hans þar á síðasta ári og eitt og annað sem tengist landinu og nágrannaríkjunum, ekki síst Rússlandi sem er auðvitað risinn á svæðinu.

Bjarmalönd

Valur var við nám í Úkraínu á síðasta ári þegar heimsfaraldurinn skall á og dvaldi þar í nokkra mánuði eftir að að hann skall á. Hann sagðist hafa verið í nær algjörri einangrun í blokkahverfinu sem hann bjó í, samfélagið að miklu leyti lamað og lítið um að vera. Allir hafi gengið um með andlitsgrímur og því ekki hægt að þekkja fólk á götu úti. Hann hafi eiginlega ekki farið neitt út nema til að versla í hverfisversluninni. Honum hafi því gefist góður tími til að skrifa og úr hafi orðið bókin Bjarmalönd. Hann sagði bókina vera þroskasögu ungs manns, sem kynnist fyrstu ástinni í Austur-Evrópu, en um leið sögu um samfélagið í Austur-Evrópu, þróun þess síðustu 20 árin og einnig líti hann enn lengra aftur í tímann. Hann hafi leitast við að draga upp heildarmynd af heimshlutanum.

Miklar breytingar

Aðspurður sagði Valur að miklar breytingar hafi orðið í Rússlandi eftir að Vladímír Pútín komst til valda eftir að Boris Yeltsin lét af völdum. Hann sagði að á valdatíma Yeltsin hafi það sem kalla megi „bandíta kapítalisma“ ráðið ríkjum í Rússlandi. Nánast allt hafi verið leyfilegt. Spilavíti hafi verið víða, vændiskonur hafi verið á nær hverju horni í stóru borgunum og græðgin hafi verið í fyrirrúmi. Eftir að Pútín komst til valda hafi þetta breyst hægt og rólega. Sem dæmi megi nefna að nú séu spilavíti bönnuð í Rússlandi og verði spilaglaðir Rússar að fara til Hvíta-Rússlands ef þeir vilja komast í spilavíti. Einnig megi ekki selja áfengi í verslunum eftir klukkan 21 á kvöldin.

Myndin er tekin við Rauða torgið 2005 þegar þess var minnst að 60 ár voru liðin frá stríðslokum. Gamla konan fékk ekki að fara inn og taka þátt í hátíðarhöldunum. Mynd:Valur Gunnarsson

Hvað varðar samband Rússlands og Úkraínu benti Valur á að löndin hafi átt í góðum samskiptum fram til 2013-14 en eftir að Rússar hertóku Krímskaga hafi sambandið hríðversnað og sé nú mjög slæmt. Átökin í austurhluta Úkraínu komi illa við úkraínsku þjóðina og fólk sé Rússum reitt. Hann sagði andúð á Rússum útbreidda og ástandið og átökin í austurhluta landsins setji mark sitt á þjóðarsálina. Úkraína sé nýfrjáls þjóð sem sé enn í mótun og óneitanlega hafi deilurnar við Rússa áhrif. Það sé ekki vel séð að nefna hvort ekki sé hægt að semja um frið við Rússa og ef fólk geri það eigi það á hættu að verða sagt hliðhollt Pútín. Þá er verið að ýta rússnesku töluvert til hliðar en margir Úkraínumenn tala rússnesku og margir hafa rússnesku jafnvel að móðurmáli. Til dæmis sé ekki lengur hægt að panta mat á McDonalds á rússnesku í pöntunarforritunum, nú sé bara boðið upp á úkraínsku og ensku.

Fátækt og spilling

Mikil fátækt er í Úkraínu, laun eru lág og almenningur hefur það almennt ekki gott. Margir Úkraínumenn hafa flutt til Póllands til að vinna en laun þar eru mun hærri en í Úkraínu.

Gríðarleg spilling er í landinu og er allt stjórnkerfið spillt frá toppi til táar og ríkisvaldið því mjög veikburða. Valur sagði að sem dæmi megi nefna að illa gangi að koma lagafrumvörpum sem taka á spillingu í gegnum þingið. Þegar það hafi tekist þá hafi hæstiréttur síðan slegið á putta þingmanna og úrskurðað lögin ógild. Hann sagði að spillingin í Úkraínu sé meiri og öðruvísi en í Rússlandi. Sem dæmi megi nefna að í Rússlandi fái vinur Pútíns verkefni sem snýst um vegalagningu, það sé dæmi um spillingu þar, en vegurinn sé lagður. Í Úkraínu fái útvalinn aðili verkefni er snýst um vegalagningu. Viðkomandi fái greitt fyrir verkið en inni það aldrei af hendi. Þannig sé spillingin öðruvísi í Úkraínu. Svo gerist það jafnvel að viðkomandi fái sama verkið aftur, verkið sem hann skilaði ekki af sér í fyrra útboðinu.

Framtíðin

Marga Úkraínumenn dreymir um að landið fái aðild að ESB en hafa um leið orðið fyrir vonbrigðum með ESB, NATO og Bandaríkin í tengslum við átökin við Rússland. Af þessum sökum eru Úkraínumenn að leita sér að nýjum vinum og viðskiptalöndum að sögn Vals. Til dæmis leiti þeir til ríkja utan Evrópu, til dæmis í Miðausturlöndum, og Tyrkir hafa stutt við bakið á þeim á diplómatíska sviðinu. Úkraína og nágrannaríkið Georgía eiga í góðum samskiptum og standa saman gegn Rússum sem þeim þykir sýna yfirgang. Samskipti Úkraínu við Pólland eru einnig góð og vonast margir eftir að Úkraína njóti góðs af því þegar Pólverjar taka við formennsku sambandsins.

Myndin er tekin í Kyiv á síðasta ári. Hér er verið að minnsta þeirra 100 sem létust í Maidanbyltingunni og þeirra 14.000 sem höfðu fallið í Donbass. Mynd:Valur Gunnarsson

 

 

 

 

 

 

Valur sagðist vona að Blinken og Lavrov hafi rætt um málefni Úkraínu því tími sé kominn til að leysa þau mál sem tengjast átökunum í austurhluta Úkraínu og varðandi Krím en Rússar hertóku Krímskaga 2014 og innlimuðu í Rússneska ríkjasambandið. Ráðherrarnir voru fáorðir eftir fundinn í gærkvöldi en þó kom fram að málefni Úkraínu hefði borið á góma. Valur sagðist telja mögulegt að leysa málin á þessu svæði en það krefjist þess þó auðvitað að fólk setjist niður og ræði þau og leiti lausna. Spennuástandið byggir á gagnkvæmum ótta en hvorki NATO né Rússland hafa áhuga á stríði. Það þjóni þó einnig hagsmunum Rússa að viðhalda ófriði í austurhluta Úkraínu því á meðan fái landið ekki aðild að NATO og því hafi Rússar Úkraínu sem stuðpúða. Þetta séu kyrrstöðuátök þar sem skipst er á skotum nokkrum sinnum í mánuði og mannfall sé lítið. Spurning sé hvort þetta breytist nokkuð fyrr en Pútín lætur af völdum, hugsanlega muni arftaki hans verða opnari fyrir lausn á deilum ríkjanna en þá verða Vesturlönd að halda betur á spilunum en þau gerðu þegar Pútín tók við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar