fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

LIVE snuprar Ragnar Þór og fjárfesti í Síldarvinnslunni – Fyrri „fjármálaráðgjöf“ Ragnars valin verstu viðskipti ársins

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið greindi frá því í gær að Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi tekið þátt í hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar sem fram fór í síðustu viku. Stefnt er að því að skrá Síldarvinnsluna á markað í næstu viku.

Hlutafjárútboðið fór fram með svipuðum hætti og útboð á hlutafé í Icelandair síðasta haust. Boðnir voru út hlutir fyrir um 30 milljarða króna en áskriftir bárust fyrir um 60 milljarða og því um talsverða umframeftirspurn að ræða. Endanlegt útboðsgengi fyrir minni áskriftir var 58 krónur og 60 krónur í tilboðsbók B, þar sem lágmarksþátttaka var 20 milljónir.

Vikuna fyrir útboðið skrifaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook síðu sinni að hann vonaði að hvorki almenningur né sjóðir á í eigu almennings myndu taka þátt í útboði á hlutum í félagi „sem stjórnað er af einstaklingum sem liggja undir rökstuddum grun um peningaþvætti, skattaundanskot, launaþjófnað og mútur, í mörgum löndum.“ Vísar Ragnar þarna til Samherjamanna, sem fyrir útboð voru stærstu eigendur í félaginu.

„Ég leyfi mér að vona að hvorki almenningur né sjóðir í okkar eigu láti krónu í þetta fyrirtæki en krefjist að sama skapi breytinga á þessu kerfi áður en það verður um seinan. Við höfum kjörið tækifæri í næstu Alþingiskosningum,“ skrifaði Ragnar. Færslu hans má sjá í heild hér að neðan.

Vísar Ragnar þar væntanlega til Samherjamanna, sem sæta nú rannsókn í nokkrum löndum vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn eiganda í Síldarvinnslunni og stjórnarformaður fyrirtækisins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar tekur að sér að veita lífeyrissjóðum landsins fjármálaráðgjöf, en orð hans um þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair drógu dilk á eftir sér. Sendi þá stjórn VR tilmæli til þeirra stjórnarmanna sem VR tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að beita sér fyrir því að hlutafjárútboð Icelandair yrði sniðgengið. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við athæfi stjórnar VR undir forystu Ragnars, enda gilda strangar reglur um fjárfestingarstefnu og sjálfstæði í ákvarðanatöku um fjárfestingar innan stjórna lífeyrissjóða. Tilefni yfirlýsingar Ragnars voru harðar deilur Icelandair við stéttarfélag flugstéttanna í aðdraganda útboðsins. Endurskipulagning á kjarasamningum starfsfólks var raunar hluti af heildarendurskipulagningu á fjármálum flugfélagsins sem lauk svo með vel lukkuðu hlutafjárútboði.

Svo fór að Lífeyrissjóður verslunarmanna tók ekki þátt í Icelandair útboðinu. Hlutum þar var úthlutað á genginu 1. Gengi félagsins er nú 1.61, og því um 61% hækkun á rúmu hálfu ári að ræða.

Nú liggur fyrir að Lífeyrissjóður verslunarmanna fylgdi ekki ráðleggingum Ragnars að þessu sinni. Ekki liggur fyrir hve stór áskrift Lífeyrissjóðs verslunarmanna var í Síldarvinnslunni, en heimildir Morgunblaðsins herma að hluturinn sem keyptur var nemur um einum milljarði.

Stefnt er að því að skrá Síldarvinnsluna á hlutabréfamarkað Kauphallar Íslands þann 27. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni